Nýtt á Íslandi: Tímaskráningarkerfið Curio App og launareiknir fyrir félagsmenn Hlífar

By Front-left

Félagsmenn Hlífar geta nú skráð sig fyrir ókeypis tímaskráningar „appi“ sem getur sent tímaskráningu skv. reiknireglum og kjarasamningum í launareiknivél SGS.

Með því að svara nokkrum spurningum á skráningarsíðu þá er hægt að hala niður Curio App tímaskráningaappinu og byrja að skrá vinnustundir í farsíma. Eftir að viðvera hefur verið skráð í appið er hægt að athuga hvort laun og aðrar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga SGS.

Útreikningur
Með einum smelli sendir Curio App skráðar vinnustundir inn í reiknivél SGS og getur félagsmaður skoðað launaútreikning sinn í farsíma sínum í lok mánaðar og borið saman útborguð laun og launaútreikning reiknivélar. Appið er knúið áfram af Curio Time sem er íslenskt tíma- og viðverukerfi. Appið er fáanlegt fyrir bæði IOS og Android snjallsíma.
Smella hér fyrir skráningarsíðu Hlífar

Nánar
17.11.2020 in Fréttir, Front-right

Launareiknivél

Starfsgreinasambandið hefur látið setja upp reiknivél þar sem félagsmenn geta reiknað út laun, kannað hvort launaseðlar séu réttir og annað það sem snertir margvíslegar greiðslur.  Reiknivélin Leitast hefur verið við að hafa…
Nánar
29.10.2020 in Fréttir, Front-right

Upplýsingar vegna COVID-19

Hér eru teknar saman helstu upplýsingar um aðgerðir vegna Covid-19, og helstu reglur og réttindi sem snerta launafólk, svo sem í sóttkví og fleira. UPPLÝSINGAR Á VEF ASI UM RÉTTINDI…
Nánar
Fréttir
14.05.2021

Alþjóðleg verkalýðshreyfing fordæmir ofbeldi Ísraels

Verkalýðshreyfingin er alþjóðleg hreyfing og við fyllumst skelfingu yfir því ofbeldi sem ísraelski herinn beitir almenna borgara í Palestínu enn og aftur og verður einungis lýst sem tilraun til þjóðernishreinsana,…
Fréttir
07.05.2021

Konur rísa upp – aftur!

Drífa Snædal, forseti ASÍ, fjallar meðal annars um nýja #metoo-bylgju, sjálftöku sumra fyrirtækja og einkavæðingu þjónustu við aldraða, í föstudagspistli sínum, sem hér fer á eftir. Ný #metoo-bylgja er hafin…
Fréttir
30.04.2021

Baráttudagskrá Hlífar á 1. maí – Það er nóg til!

Verkalýðsfélagið Hlíf sendir félagsmönnum og landsmönnum öllum baráttukveðjur á 1. maí. Vegna samkomutakmarkana höfum við brugðið á það ráð að gera myndband, með klippum úr sögunni og tónlistaratriðum sem voru…
Fréttir
30.04.2021

Glæsileg dagskrá – þrátt fyrir samkomubann

Við látum ekki samkomubannið koma í veg fyrir baráttudagskrá á 1. maí. Við höfum útbúið myndband, þar sem blandað er saman nýjum tónlistaratriðum og brotum úr sögunni. Björn Thoroddsen, gítarleikari,…
Fréttir
16.04.2021

Hörð gagnrýni ASÍ á „afkomubætandi aðgerðir“ í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar

Áhersla stjórnvalda á að draga úr skuldum ríkissjóðs getur hægt á efnahagsbata hér á landi og viðhaldið háu atvinnuleysi. Skuldir ríkissjóðs eru lágar í öllum alþjóðlegum samanburði og meginmarkmið stjórnvalda…
Fréttir
15.04.2021

Aðalfundur 6. maí

Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður haldinn fimmtudaginn 6. maí 2021, kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði og rafrænt í gegnum fjarfundabúnað (Zoom). Á dagskránni…