Skip to main content
Yearly Archives

2012

Nýjasta Gallup kjarakönnun Flóafélaganna

By Fréttir, Uncategorized

Launamunur kynjanna eykst og er það mikið áhyggjuefni

Í nýjustu Gallup könnun Flóafélaganna kemur fram að launamunur kynjanna fer vaxandi og virðist það almennt vera að gerast á vinnumarkaðnum. Það vekur athygli að yfirvinnutími karla lengist töluvert á meðan yfirvinna kvenna stendur nánast í stað. Margt í þessari nýju könnun þarfnast nánari skoðunar og það veldur nokkrum vonbrigðum að svarhlutfall í könnuninni hefur lækkað nokkuð en þrátt fyrir það eru tölur í henni fyllilega marktækar. Margt athyglisvert kemur fram í könnuninni sem vert er að rýna nánar í.

Könnunina í heild sinni er að finna hér.

Markmiðið Flóabandalagsins var að kanna kjör og viðhorf félagsmanna Hlífar, Eflingar og VSFK til ýmissa málefna. Könnunin var framkvæmd meðal 3300 félagsmanna dagana 5. september til 15. október 2012 í síma eða í gegnum netið fyrir þá sem það völdu. Endanlegt úrtak var 2395 en svarendur alls urðu 1183 og svarhlutfall er 49,4%.

Ályktun

By Fréttir, Uncategorized

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Hlífar og af trúnaðarmönnum Hlífar sem starfa hjá Rio Tinto Alcan þann 2. október 2012

 

Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar og trúnaðarmenn starfsmanna sem starfa hjá ISAL / Rio Tinto Alcan í Straumsvík samþykktu eftirfarandi ályktun á fundi þriðjudaginn 2. október 2012.Verkalýðsfélagið Hlíf og trúnaðarmenn starfsmanna harma þær uppsagnir sem fyrirtækið hefur gripið til. Þar af eru sjö fastráðnir félagsmenn Hlífar sem sagt var upp þann 26. september 2012. Allir þeir starfsmenn sem hér um ræðir eiga sér langan og farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu. Stjórnendur hafa notað vinnuframlag þeirra til að taka á málum er snúa að heilbrigðis- og öryggisþáttum innan fyrirtækisins.

 

Sjá ályktunina í heild sinni hér

Félagsfundur þriðjudaginn 2. október 2012

By Fréttir, Uncategorized

Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 2. október 2012, kl. 18:00 í félagsheimili Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 Hafnarfirði.

Dagskrá:

   1. Kjör fulltrúa á ASÍ – þing 2012

   2. Staða og horfur í efnahags- og kjaramálum

   3. Önnur mál

 

Félagar mætum vel og stundvíslega

Stjórn Hlífar

Translate »