Skip to main content
Yearly Archives

2013

Kjarasamningar í höfn

By Fréttir, Uncategorized

Aðildarsamtök Alþýðusambands Íslands undirrituðu í gærkvöld kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem er svokallaður aðfarasamningur. Auk launabreyinga gefur samningurinn aðilum 12 mánuði til að undirbúa gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar. Vinna við undirbúning slíks langtímasamnings hefst strax í byrjun nýs árs. Með samningnum er tekin upp sú nýbreytni að gengið er frá sérstakri viðræðuáætlun sem unnið verður eftir með tímasettum markmiðum um framvindu.

Read More

Breyttur opnunartími milli jóla og nýárs

By Fréttir, Uncategorized

Skrifstofa Verkalýðsfélagsins Hlífar verður opin með eftirfarandi hætti yfir hátíðarna

 

LOKAР23. desember, Þorláksmessu

og 31. desember, gamlársdag

 

Styttri  opnunartími  27 og 30. desember    

opið frá: kl. 11.00 til 14.00

 

Opnum aftur 2. janúar 2014 á  venjubundnum tíma kl. 08:30.

 

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

 

Jólamaturinn dýrari í ár en í fyrra

By Fréttir, Uncategorized

Verð á jólamat hefur hækkað síðan í fyrra í flestum verslunum, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum sl. mánudag. Nettó sker sig þó úr en þar hefur vöruverð lækkað oftar en hækkað síðan í fyrra. Verð hefur hækkað um allt að 61%, en algengast er að sjá um 4-5% hækkun á vöruverði. Mjólkurvörur hækka í öllum verslunum nema hjá Nettó, þar hækka aðeins 2 af 8 mjólkurvörum.

Read More

Rúmir 6 milljarðar í Atvinnuleysistryggingasjóði

By Fréttir, Uncategorized

ASÍ sendi frá sér eftirfarandi frétt þar sem kemur fram að eignir Atvinnuleysistryggingarsjóðs verði á bilinu 6,3 til 6,5 milljarðar króna um næstu áramót. Tilefnið eru orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að sjóðurinn væri í mínus og því hefði ráðherra ekki getað dreitt desemberuppbót til atvinnuleitenda í byrjun mánaðarins.

Read More

Jólamaturinn ódýrastur í Bónus

By Fréttir, Uncategorized

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í 9 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri sl. mánudag. Kannað var verð á 89 matvörum sem eru mikið keyptar fyrir jólahátíðina. Bónus var með lægsta verðið í 48 tilvikum af 89 og Krónan í 13. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið í 45 tilvikum af 89 og Nóatún í 16.

Read More

Translate »