Skip to main content

Verkalýðsfélagið Hlíf sendir öllum konum baráttukveðjur í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Á Pekingráðsrefnunni fyrir aldarfjórðungi voru lagðar línur um hvert bæri að stefna varðandi réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna. Þótt margt hafi áunnist – mismikið eftir löndum – er enn langt í land.

Í ávarpi dagsins hvetur Alþjóðasamband verkalýðsfélaga – ITUC – ríkisstjórnir heims til að grípa tafarlaust til aðgerða til að uppfylla fyrirheit sem voru gefin í samþykkt Pekingráðstefnunnar um jafnrétti kynjanna og félagslegt réttlæti.