Skip to main content

Í gær útskrifuðust á annan tug trúnaðarmanna Hlífar úr lokaáfanga trúnaðarmannanámskeiðs I á vegum félagsins og Félagsmálaskóla alþýðu. Alls eru fjórir áfangar í í þessum fyrsta hluta námskeiðsins sem hófst vorið 2012. Þessir fjórir áfangar eru metnir til sex eininga á framhaldsskólastigi.

Á trúnaðarmannanámskeiði II eru þrír áfangar og eru þeir metnir til fimm eininga á framhaldsskólastigi. Fram kom hjá hópnum sem útskrifaðist í gær að mikill áhugi væri fyrir því að halda áfram á öðrum hluta námskeiðsins.

Í þessum lokaáfanga trúnaðarmannanámskeiðs I var fjallað um samskipti á vinnustað, stjórnunarstílar og leiðtoga og einelti á vinnustað. Kennari var Sigurlaug B. Gröndal verkefnastjóri Félagsmálaskólans.