Skip to main content

Kolbeinn Gunnarsson lét af störfum sem formaður Hlífar á aðalfundi félagsins, eftir tuttugu ár í embætti, en Kolbeinn gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Við formennskunni tók Eyþór Þ. Árnason, sem verið hefur varaformaður undanfarin ár. Gundega Jaunlinina var kjörin varaformaður í stað Eyþórs. Á fundinum lét Lena Sædís Kristinsdóttir einnig af störfum sem ritari stjórnar, en hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

Á fundinum voru þau Lena og Kolbeinn, auk Ólafs Péturssonar sem lét af störfum í stjórn fyrir ári síðan, sæmd gullmerki félagsins.

Kolbeinn var jafnframt gerður að heiðursfélaga Hlífar.

Fundurinn var haldinn 27. apríl.