Skip to main content

Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um aðgerðir í álverinu

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Atkvæðagreiðslu um tímabundna vinnustöðvun starfsfólks í álverinu í Straumsvík fór fram í öllum þeim félögum sem eiga félagsmenn sem þar starfa.

Hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf tóku 64,45% þeirra sem voru á kjörskrá þátt í atkvæðagreiðslunni. Af þeim sögðu 89% já við því að boða aðgerðir, nei sögðu 9,6% og 1,4% tóku ekki afstöðu.