Skip to main content

Hefur þú misst vinnuna? Viltu komast skrefi lengra í atvinnuleit?

Ef svo er gætu örnámskeiðin Aftur til vinnu fyrir félaga í Hlíf, Eflingu og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis (VSFK) hentað þér.

Á námskeiðunum eru kynnt hagnýt ráð í atvinnuleit, t.a.m. um hvernig best sé að koma sér á framfæri, hvar sé best að bera niður og hvernig sé hægt að nýta sér tölvutækni til að ná árangri.

Kennsla fer fram í 14 manna hópum – tveir kennarar kenna hverjum hópi – allir fá afnot af fartölvu.

Eftirfarandi námskeið á íslensku eru í boði.

 • Hvað hef ég fram að færa? Safnað í færnimöppu.
  Námskeiðið fer fram  þann 22. júní: kl. 9-12.
 • Hver er ég? Gerð ferilskrár og kynningarbréfs.
  Námskeiðið fer fram  þann 24. júní: kl. 9-12.
 • Hvernig ber ég mig að? Hagnýt ráð í atvinnuleit.
  Námskeiðið fer fram  þann 26. júní: kl. 9-12.
 • Hvernig nýtist tæknin mér í atvinnuleit? Notkun tækni og samskiptaforrita í atvinnuleit.
  Námskeiðið fer fram  þann 29. júní: kl. 9-14:30 (hálftíma matarhlé).

Námskeiðin kosta 3.000 kr. að því undanskildu að tækninámskeiðið kostar 4.000 kr. Öll námskeiðin fara fram í húsnæði Mímis við Höfðabakka 9.

Skráning fer fram hér. Hlökkum til að sjá þig!