Skip to main content

FréttirUncategorized

Allt um atkvæðagreiðsluna

By 16.05.2015apríl 12th, 2019No Comments
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Hvar get ég fengið svör við spurningum sem ég hef um fyrirhuguð verkföll?

Á heimasíðu Hlífar Spurt og svarað um verkföll má finna samansafn spurninga og svara um ýmislegt sem tengist verkföllum. Félagsmenn geta líka ávallt leitað beint til skrifstofu félagsins með því að hringja í síma 5100 800 eða mæta á staðinn og ræða við starfsmann á skrifstofu

 

Af hverju er Hlíf ekki með verkfall á sama tíma og önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins?

Af því að Hlíf semur með VSFK og Eflingu-stéttarfélagi en saman mynda þessi félög Flóabandalagið á meðan önnur félög á landsbyggðinni innan Starfsgreinasambandsins ákváðu að semja saman. Þessir tveir hópar hafa mismunandi kröfur og er mismunandi gangur í samningaviðræðum hjá þessum hópum þar sem þeir semja hvor fyrir sig. Báðir hóparnir semja þó við Samtök atvinnulífsins þar sem SA fer með samningsumboð fyrir fyrirtæki á almennum vinnumarkaði.

 

Hvenær yrðu aðgerðir?

Hvenær ?

Hvar og hverjir ?

28. maí og 29. maí

Hópbifreiðafyrirtæki – frá kl. 00:00 28. maí til kl. 24:00 29. maí

30. maí og 31. maí

Hótel, gististaðir og baðstaðir –  frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí

31. maí og 1. júní 

Flugafgreiðsla – frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. júní

2. júní og 3. júní

Skipafélög og matvöruverslanir – frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní

4. júní og 5. júní

Starfsmenn bensínafgreiðslustöðva og starfsmenn við afgreiðslu flugvélaeldsneytis frá kl 00:00 4.júní til kl.24:00 5.júní

6. júní

Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 6. júní 2015

 

 

Af hverju má ég ekki greiða atkvæði þó ég sé að vinna hjá hinu opinbera (ríki, sveitarfélögum eða hjúkrunarheimilum)?

Af því að það er ekki verið greiða atkvæði um verkfallsboðanir hjá hinu opinbera heldur einungis á almenna markaðnum. Þeir sem starfa á almennum markaði falla undir annan kjarasamning en opinberir starfsmenn og viðsemjendur eru einnig aðrir. Á almenna markaðnum fara Samtök atvinnulífsins með samningsumboð fyrir hönd fyrirtækja en á opinbera markaðnum eru það ríki, sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir eins og hjúkrunarheimili.

Kjarasamningar á opinbera markaðnum voru lausir 1. maí sl. og ekki hafa verið lagðar fram kröfur á opinbera markaðnum þar sem mikil óvissa ríkir enn um samninga á almenna markaðnum.

 

Við hvaða starfsmenn á þessi atkvæðagreiðsla við?

Atkvæðagreiðslan á einungis við starfsmenn sem starfa skv. kjarasamningum sem ná til starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum, þ.e.a.s. starfsmenn sem vinna hjá einkafyrirtækjum en ekki þá sem vinna hjá hinu opinbera og fá laun greidd frá ríki, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum eins og hjúkrunarheimilum.

Störf félagsmanna Hlífar á almenna markaðnum eru afar fjölbreytt svo sem störf í iðnaði, fiskvinnslu, ræstingastörf, mötuneytisstörf, störf í ferðaþjónustu og hópbifreiðastörf.

Þá eru sérsamningar og hópar sem heyra undir almenna markaðinn svo sem bensínafgreiðslustörf, öryggisvarsla, hafnarvinnustörf og flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli

 

Af hverju ætti ég að segja já við boðuðum verkfallsaðgerðum?

Af því að við verðum að knýja atvinnurekendur til kjarasamninga og þar sem allar samningaviðræður hafa reynst árangurslausar eigum við aðeins þetta lokaúrræði. Að beita því neyðarvopni sem verkalýðshreyfingin býr yfir, sem er verkfallsvopnið.

Frá því í september 2014 hafa samningamenn Hlífar ásamt Flóafélögunum og öðrum stéttarfélögum innan ASÍ reynt að finna grundvöll nýrra kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Frá því 1. mars 2015 hafa launamenn í ASÍ félögunum á almennum vinnumarkaði verið samningslausir við atvinnurekendur með tilheyrandi tjóni á kjörum sínum. Samtök atvinnulífsins hafa allan þennan tíma ekki sýnt nokkurn vilja til að koma til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.

Atvinnurekendur bjóða fram launahækkanir sem eru aðeins brot af því sem aðrir hópar hafa samið um og stjórnvöld lagt blessun sína yfir.

Við þessar aðstæður er ekkert annað í stöðunni en að knýja atvinnurekendur að samningsborðinu með aðgerðum.

Á síðastliðnu ári lagði ríkið og sveitarfélögin fram stefnu sem leiddi til mismunandi kaupmáttaraukningar hópa launafólks. Hlíf og verkalýðshreyfingin eru ekki að gera annað en krefjast leiðréttingar á sömu forsendum og stjórnvöld hafa samþykkt fyrir fjölda launamanna.

Þegar þannig er komið eigum við aðeins eitt lokaúrræði. Það er að beita því neyðarvopni sem er lokaúrræði sem við eigum til að knýja atvinnurekendur til kjarasamninga.

Þess vegna beinum við því til þín að þú samþykkir þær aðgerðir sem félögin þurfa til að knýja á um nýja samninga. Nú stöndum við saman og segjum já við verkfallsboðunum til að knýja á um sanngjarnar kröfur okkar. Þannig sýnum við best samstöðu okkar og einurð gagnvart atvinnurekendum.

Segjum já því Okkur er alvara.!!!!

 

Hverjar eru kröfurnar?

Verkalýðsfélagið Hlíf krefst þess að kjarasamningurinn verði til stutts tíma vegna þess vantrausts sem ríkir í garð stjórnvalda. Hlíf krefst þess að lágmarkshækkun verði 35.000 – krónur í eins árs samningi.

  • Hlíf krefst þess að lægsta upphafstala í launaflokkum verði 240 þúsund krónur. Þá vilja félögin að launatafla verði lagfærð og bil aukið milli flokka og þrepa.
  • Mánaðarlaun fyrir dagvinnu utan launatöflu hækki að lágmarki um kr. 33.000 miðað við fullt starf. Dagvinnutímakaup hækki samsvarandi. Desember- og orlofsuppbót taki einnig hækkunum.
  • Þá leggjum við mikla áherslu á að eingreiðsla mæti þeim launahækkunum sem urðu umfram almennar kjarasamningshækkanir á síðasta samningstímabili.

 

Hver tók ákvörðun um að boða til verkfalla?

Félagsmenn Hlífar hafa valdið til að taka ákvörðun um að boða til verkfalla.

Saminganefnd Hlífar samþykkti á fundi sínum sem haldin var fimmtudaginn 30.apríl, að Krossmóa 4 að veita heimild til undirbúnings og boðunar vinnustöðvana á almennum markaði

 

Af hverju þarf ég að láta atkvæðaseðilinn í merkt umslag? Er þetta ekki leynileg kosning?

Það er gert svo hægt sé að lesa nafnið við kjörskrá og tryggja að viðkomandi hafi atkvæðisrétt. Fyrst eru öll svarsendingaumslög lesin saman við kjörskrá. Að því loknu eru umslögin með atkvæðaseðlunum tekin úr svarsendingaumslögunum sem eru síðan fjarlægð.

Því næst eru umslögin með atkvæðaseðlunum opnuð og atkvæðaseðillinn tekinn úr þeim og þeir allir settir í einn pott. Þannig er útilokað að atkvæði verið rakið.

 

Hvenær er von á niðurstöðu?

Niðurstaðan verður kynnt á heimasíðu Hlífar sama dag og atkvæðagreiðslu lýkur, 20. maí 2015.

 

Hvenær má póstleggja atkvæðaseðil í síðasta lagi?

Ef atkvæðaseðill er sendur í pósti verður að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi fyrir kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 18.maí. Atkvæðaseðlar verða að hafa borist til Hlífar fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 20. maí 2015.

 

Hvað ef ég fæ ekki atkvæðaseðil? Hvernig kæri ég mig á kjörskrá/get ég greitt atkvæði?

Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn verður viðkomandi að leita til skrifstofu Hlífar, og fá sig færðan á kjörskrá og greiða atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil/gögn sem metin eru fullnægjandi, sem sanni að hann eigi atkvæðisrétt.

 

Hvenær byrjar og lýkur atkvæðagreiðslunni?

Atkvæðaseðlar voru sendir í pósti til félagsmanna föstudaginn 8. maí og þeir verða að hafa borist á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 fyrir kl  12.00 miðvikudaginn 20. maí 2015

 

Hvaða verkfæri eru notuð í verkfalli?

Verkfallsstjórn

Verkfallsstjórnin sér um skipulag verkfallsvörslu, og öll þau atriði sem snerta framkvæmd verkfallsins. Verkfallsstjórnin hefur ekki umboð til að ákveða að hefja verkfall heldur sér hún eingöngu um framkvæmdina.

Verkfallsvarsla

Verkfallsvarsla á að fylgjast með því að verkfallsbrot séu ekki framin og verkfall sé virt á vinnustöðum. Verkfallsverðir fara á milli staða og gæta þess að ekki sé verið að brjóta verkfall, að ekki sé verið að ganga í störf verkfallsmanna og þeir sem kunna að vera við störf hafi til þess heimild.

Undanþágunefnd

Sérstök undanþágunefnd mun afgreiða erindi um undanþágubeiðnir sem berast til félagsins eftir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun liggur fyrir.

 
is Icelandic
X