Skip to main content

Almennt starfsfólk á hafnfirskum leikskólum hefur dregist aftur úr í kjörum, í samanburði við starfsfólk í nágrannasveitarfélögunum. Mörg dæmi eru um að starfsfólk hafi leitað í önnur sambærileg störf annars staðar og þess eru allmörg dæmi að loka hafi þurft deildum vegna undirmönnunar. Auk þess eru mörg dæmi um að eðlilegt hefði verið að loka deildum, vegna þess að ekki voru nógu margir starfsmenn til að tryggja eðlilega þjónustu og öryggi barnanna.

Hlíf hefur vakið athygli bæjaryfirvalda á þessari stöðu í alllangan tíma og krafist úrbóta. Fyrir nokkru sendi stjórn félagsins bréf til bæjarstjórnar, sem var lagt fram á fundi bæjarráðs í gær, miðvikudag. Erindinu var vísað til fjárhagsáætlunar og umfjöllunar í fræðsluráði.

Hlíf mun fylgja málinu eftir af fullum þunga.

Hér má lesa bréf Hlífar til bæjarstjórnarinnar