Skip to main content

Skömmu fyrir mánaðamótin janúar/febrúar komust verkalýðsfélög starfsfólks í álverinu í Straumsvík að samkomulagi við ÍSAL og Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Þegar kom að undirritun, meinuðu eigendur álversins stjórnendum að skrifa undir samninginn. Hann er því enn óundirritaður.

Skömmu síðar tilkynntu forsvarsmenn eigenda að fyrirhugað væri að gera allsherjarúttekt á rekstri álversins þar sem allir möguleikar yrðu skoðaðir, þar með talinn frekari samdráttur og jafnvel lokun. Þessari endurskoðun skyldi lokið fyrir 1. júlí 2020.

Í framhaldi af þessu lögðu stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi fram tilboð um eingreiðslu upp á 184 þúsund, sem innágreiðslu inn á væntanlegan kjarasamning, gegn því að starfsfólk gripi ekki til aðgerða fyrir 30. júní.

Í ljósi þessarar forsögu biðjum við félagsmenn um að velja á milli eftirfarandi þriggja valkosta í stöðunni:

  • Taka tilboði ÍSAL um eingreiðslu og samþykkja þar með friðarskyldu til 30. júní
  • Hafna tilboði ÍSAL og boða til aðgerða samkvæmt nánari útfærslu
  • Hafna tilboði ÍSAL og boða ekki til aðgerða að svo stöddu

Einungis þeir félagsmenn í Hlíf sem starfa í álverinu í Straumsvík geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænum skilríkjum geta greitt atkvæði á skrifstofu Hlífar á skrifstofutíma.

Kjósa hér