Skip to main content

Atkvæðagreiðsla um ríkissamning

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð hófst í dag kl. 12:00 og stendur til kl. 16:00 fimmtudaginn 26. mars.

Á vef SGS er að finna upplýsingar um samninginn, samninginn sjálfan, kynningarmyndband og ýmislegt fleira tengt samningnum. Þar er einnig hægt að greiða atkvæði.