Skip to main content
FréttirUncategorized

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

By 10.07.2014apríl 12th, 2019No Comments
ATHUGIÐ.
Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning á milli Eflingar, Hlífar og VSFK og Sambands íslenskra sveitarfélaga en skrifað var undir samninginn 2. júlí síðast liðinn. Kjörseðlar hafa verið sendir til félagsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa hjá sveitarfélögum Hafnarfjarðar og Garðabæ  ásamt kynningarbæklingi um efni samningsins. Niðurstöður eiga að liggja fyrir þann 28. júlí næst komandi. Verkalýðsfélagið Hlíf hvetur viðkomandi félagsmenn til að kynna sér efni samningsins vel og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Kynningarfundur á nýgerðum kjarasamningi verður þriðjudaginn 15. júlí kl. 17:00  í félagsheimili Vlf. Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 , 2. hæð.

Hér má nálgast kynningarbækling um efni samningsins.