Skip to main content

Spurt og svarað um verkföll

By 16.05.2015April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

Spurt og svarað

Ég er lítill hluthafi í fyrirtæki og vinn hjá fyrirtækinu við starf sem Hlíf semur um, má ég vinna í verkfallinu?

Nei. Þú ert bundinn af verkfalli.
 

Þeir sem eru á fyrirfram greiddum launum og í vaktavinnu má draga fyrirfram af launum fyrirhugaða verkfallsdaga og hvað ef viðkomandi á ekki vakt?

Hlíf telur að slíkur frádráttur sé ólögmætur, enda verkfall ekki hafið. Hins vegar er atvinnurekanda heimilt að hýrudraga starfsmenn eftir á sem nemur „ofgreiddum launum“ þ.e. sem nemur þeim tíma sem verkfall raunverulega stóð yfir og starfsmaður lagði sannanlega niður störf. Skiptir þá engu máli hvort starfsmaður vinnur vaktavinnu eða eftir öðru vinnufyrirkomulagi .
 

Þeir sem eru í vaktavinnu og hlutastarfi, eiga ekki vakt verkfallsdaga, má draga af launum þeirra?

Hlíf lítur svo á að óheimilt sé að hýrudraga starfsmenn sem ekki eru á vakt á þeim tíma sem verkfall varir. Verði starfsmenn fyrir frádrætti er mikilvægt að upplýsa Hlíf um það.

Sumir eru á föstum launum (sama hvort 28 dagar í mánuði eða 31) en í vaktavinnu. Má draga af þeim daga þó viðkomandi eigi ekki vakt?

Hlíf lítur svo á að óheimilt sé að hýrudraga starfsmenn sem ekki eru á vakt á þeim tíma sem verkfall varir. Verði starfsmenn fyrir frádrætti er mikilvægt að upplýsa Hlíf um það. 

 

Þeir sem eru í vaktavinnu og eiga ekki vakt þá daga sem verkfall er, má draga af launum þeirra?

Hlíf lítur svo á að óheimilt sé að hýrudraga starfsmenn sem ekki eru á vakt á þeim tíma sem verkfall varir. Verði starfsmenn fyrir frádrætti er mikilvægt að upplýsa Hlíf um það. 
 

Telst starfstími með í verkfalli í sambandi við uppsagnarfrest, veikindarétt, orlofsrétt?

Almennt hefur verið litið svo á að verkföll hafi ekki áhrif á ávinnslu réttinda. Sá tími sem fólk er í verkfalli telst til starfstíma þegar rétturinn er reiknaður út. Er þessi skilningur að hluta til staðfestur í lögum.
 

Ég er í orlofi, falla launagreiðslur niður, lengist orlofið sem nemur verkfalli?

Orlofstaka fellur niður þann tíma sem verkfall varir. Greiði atvinnurekandi laun í orlofi falla launagreiðslur niður. Réttur til orlofstöku frestast.
 

Ég er í veikindaleyfi, falla launagreiðslur niður og ef svo er hvað tekur þá við?

Veikindalaunagreiðslur atvinnurekanda falla niður. Við tekur réttur til greiðslna úr verkfallssjóði.
 

Hvað gerist ef ég vinn í verkfalli?

Vinna í verkfalli getur talist verkfallsbrot, en um verkföll er fjallað í lögum nr. 80/1938. Ef um verkfallsbrot er að ræða má gera ráð fyrir að verkfallsverðir muni koma í veg fyrir að vinna haldi áfram. Brot á lögum nr. 80/1938 geta að öðru leyti varðað skaðabótum og/eða sektum í ríkissjóð.

 

Ég er nýbyrjuð að greiða til Hlíf í gegnum vinnuna mína, fæ ég þá úr verkfallssjóði eða telst ég ekki fullgildur meðlimur Hlíf? Hversu lengi þarf maður þá að vera búinn að greiða til Hlíf til að geta sótt úr verkfallssjóði? Eru einhver takmörk á því? Og e

Félagsmenn í Hlíf fá greitt úr verkfallssjóði í samræmi við þær almennu reglur sem um verkfallssjóðinn gilda.
 

Ég er nýbyrjuð í starfi og ekki farin að greiða nein félagsgjöld þegar verkfall skellur á? Fer ég í verkfall ?

Já.
 

Ég er ekki í stéttarfélagi. Fer ég þá í verkfall ?

Já. Verkfall nær ekki einungis til félagsmanna í Hlíf, heldur einnig allra sem starfa í þeim starfsgreinum sem verkfall Hlífar nær til á félagssvæði Hlíf.

 

Ég er verktaki og vinn sem bílstjóri og vinnufélagar mínir eru að fara í verkfall. Má ég vinna?

Þú mátt sinna þeirri vinnu sem verksamningur þinn nær til að því gefnu að um raunverulegt verktakasamband sé að ræða. Þér er hins vegar óheimilt að ganga í störf félagsmanna Hlífar sem eru í verkfalli.

 

Ég vinn út á landi en borga í Hlíf, fer ég í verkfall?

Verkfall Hlífar nær eingöngu til starfa sem unnin eru á félagssvæði Hlífar eins og það er skilgreint í lögum félagsins:

Aðalkjarasamningur: Nær yfir lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

Félagsmaður í Hlíf sem vinnur með þessum hætti utan félagssvæðis Hlífar en greiðir félagsgjöld til Hlífar kann að vera bundinn af verkfallsboðun annars stéttarfélags.
 

Frekari upplýsingar um verkföll má nálgast á Vinnuréttarvef ASÍ

Félagsmenn geta líka ávallt leitað beint til skrifstofu félagsins með því að hringja í s. 5100-800, senda tölupóst á hlíf@hlíf.is eða mæta á staðinn og ræða við þjónustufulltrúa.