Skip to main content

Verkalýðsfélagið Hlíf auglýsir eftir áhugasömum félagsmönnum til að sitja þing ASÍ, 10. – 12. október næstkomandi.

Þeim sem gefa kost á sér, er bent á að senda tölvupóst á netfangið gra@hlif.is, eða hlif@hlif.is, fyrir 8. september nn. Þar komi fram kennitala og vinnustaður viðkomandi.

Við val á fulltrúum verður leitast við að endurspegla samsetningu félagsins, með tilliti til starfsgreinar, aldurs og kynferðis.