Skip to main content
All Posts By

admin

Tilgreind séreign í Lífeyrissjóðinn

By Fréttir, Uncategorized

Hvernig má ráðstafa hærra mótframlagi í lífeyrissjóð?

20.06.2017.

Um næstu mánaðamót hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og verður þá 10%. Skylduiðgjaldið nemur þá samtals 14% þar sem 10% koma frá atvinnurekanda og 4% frá launamanni. Að ári hækkar svo mótframlag atvinnurekanda í 11,5%.

Viðbótariðgjaldinu má ráðstafa í svokallaða tilgreinda séreign sem er nýr valkostur innan skyldutryggingar og kemur til viðbótar hefðbundnum valkvæðum séreignarsparnaði. Sjóðfélagar geta þá ráðstafa viðbótariðgjaldinu í tilgreindan séreignarsparnað með samningi við sinn lífeyrissjóð eða nýtt það til að auka tryggingavernd sína til örorkulífeyris og ævilangs ellilífeyris í samtryggingu. Mikilvægt er að hver og einn sjóðfélagi taki upplýsta ákvörðun um ráðstöfun viðbótariðgjaldsins og fái góðar upplýsingar um áhrif þess á tryggingavernd sína.

Með því að ráðstafa viðbótariðgjaldinu í tilgreinda séreign byggir sjóðfélagi upp sjóð sem er er séreign viðkomandi og getur meðal annars nýst til að auka sveigjanleika við starfslok og erfist samkvæmt erfðalögum. Á móti kemur að tryggingavernd í samtryggingarhluta lífeyrissjóðs sem tryggir ævilangan ellilífeyrir, maka- og barnalífeyrir og örorkulífeyrir við starfsorkumissi verður minni en ella.

Sjá frétt á vef ASÍ.

Fundur ungliða innan SGS

By Fréttir, Uncategorized

Vel heppnaður ungliðafundur SGS

Starfgreinasamband Íslands stóð fyrir velheppnuðum ungliðafundi á Hótel Laugabakka í miðfirði dagana 29. og 30. maí. Alls mættu 17 ungliðar á aldrinum 18 til 33 ára.

Dagskráin var fjölbreytt og umræður líflegar. Farið var yfir hvernig starfið í hreyfingunni fer fram, Ásbjörg Kristinsdóttir frá Landsvirkjun ræddi um verkefnastjórnun og mikilvægi þess skipuleggja verkefni sín vel og halda utan um þau á faglegan hátt. Stefán Pálsson fór yfir hvernig best væri á kosið að haga sér á fundum og fá sínu framgengt þar.

Í lokin hittu ungliðarnir formenn aðildarfélaga SGS og ræddu um væntingar sínar og þau mál sem þeim fannst að berjast ætti fyrir. Umræðuefni eins og kjarasamningar unga fólksins og húsnæðismál voru þar efst á baugi.

Þetta var í annað sinn sem SGS stendur fyrir ungliðafundi. Vonandi eiga sem flestir í þessum hópi eftir að láta af sér kveða innan verkalýðshreyfingarinnar í framtíðinni enda ungt fólk á uppleið með góðar hugmyndir.

Þrír einstaklingar fóru fyrir hönd Hlífr á fundinn og það voru þau Gundega Jaunlinina, starfsmaður á leikskólanum Stekkjarás og stjórnarmaður í Hlíf, Guðmundur Gestsson starfsmaður hjá Río Tinto í Straumsvík og Sigrún Ösp Barkardóttir starfsmaður á Hrafnistu. 

Translate »