Allir póstar eftir

Baldvin Baldvinsson

Nýtt á Íslandi: Tímaskráningarkerfið Curio App og launareiknir fyrir félagsmenn Hlífar

By Front-left

Félagsmenn Hlífar geta nú skráð sig fyrir ókeypis tímaskráningar „appi“ sem getur sent tímaskráningu skv. reiknireglum og kjarasamningum í launareiknivél SGS.

Með því að svara nokkrum spurningum á skráningarsíðu þá er hægt að hala niður Curio App tímaskráningaappinu og byrja að skrá vinnustundir í farsíma. Eftir að viðvera hefur verið skráð í appið er hægt að athuga hvort laun og aðrar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga SGS.

Útreikningur
Með einum smelli sendir Curio App skráðar vinnustundir inn í reiknivél SGS og getur félagsmaður skoðað launaútreikning sinn í farsíma sínum í lok mánaðar og borið saman útborguð laun og launaútreikning reiknivélar. Appið er knúið áfram af Curio Time sem er íslenskt tíma- og viðverukerfi. Appið er fáanlegt fyrir bæði IOS og Android snjallsíma.
Smella hér fyrir skráningarsíðu Hlífar

Nánar