Skip to main content

"Misskipting hefur aukist mikið í þjóðfélaginu okkar sem birtist með ýmsum hætti garnvart launafólki og öllum almenningi. Almenningur hefur verið að missa húsnæðið sitt vegna minnkandi launa og atvinnutækifara. Leiti fólk eftir ódýrara húsnæði sem það telur sig geta greitt af stenst það ekki greiðslumat. Og svo eru þess dæmi að fólki sé boðið húsnæðið sem það missti til leigu á hærra verði en það gat ekki greitt fyrir áður og er nauðbeygt til að greiða svimandi leiguverð og er þá í  verri stöðu en áður. Það er eitthvað í þessu sem stenst ekki. Skuldavandi heimilanna, hvernig hljómaði það loforð? 300 miljarðar settir til að mæta þeim vanda en þegar loforðið var sett fram urðu þeir að innan við 100 miljörðum og fólki boðið að láta séreignalífeyrir sinn til að niðurgreiða höfuðstól húsnæðislánanna. Já þannig er nú skuldavandi heimilanna leystur og loforð efnd." Þetta er meðal þess sem fram kemur í ávarpi verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði á 1. maí 2014.

Ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði á 1. maí 2014.

Það er ekkert einfalt  að hefja máls á því sem segja þarf á þessum baráttudegi launafólks 1. maí 2014. Svo ótal margt sem þarf að segja og brýna fyrir stjórnendum þessa lands og sveitafélögunum sem skorið hafa svo mikið niður í þjónustu sinni að lengra verður ekki gengið í þeim efnum. Og svo eru það atvinnurekendurnir margir hverjir sem leita sér allra leiða til að rýra kjör starfsfólksins síns. En höldum áfram  því ekkert má okkur stöðva til að halda þeim við efnið. Kosningar framundan, við kjósum og gerum þá kröfu til frambjóðenda að þeir komi til dyranna eins og þeir eru klæddir, seigi okkur hvað þeir ætli að gera og standi við orð sín. Við höfum fengið nóg af sviknum loforðum, óheiðarleika og siðblindu. Við eigum betra skilið. Betra er að lofa litlu og standa við það en miklu og svíkja allt.

Álag á starfsfólk hefur aukist svo mikið að það er að falla út af vinnumarkaði vegna stoðkerfisvanda og geðrænna kvilla sem er bein afleiðing þessa niðurskurðar sem gripið hefur verið til hjá opinberum aðilum.  Minkað starfshlutfall og greiðslur vegna aukaverka hefur verið tekið af starfsfólki sem þar af leiðandi minkar tekjur fólks  sem veldur ofangreindum vanda. Þetta verður að stöðva þegar í stað. Að öðrum kosti missum við þetta góða fólk í langvarandi veikindi og því hefur þjóðfélagið ekki efni á. Virkni í þjóðfélaginu og á vinnumarkaði er það sem allir þurfa á að halda. Það á að vera metnaður opinnberra aðila að halda starfsmönnum í vinnu heldur en að losa sig við þá og fá þá svo í fjárhagsaðstoð sveitafélaganna eða, sem verra er, inn á örorkulífeyrir sem ekki er aftur tekið. Við verðum að vera vakandi fyrir því að allir hafi sömu tækifæri til vinnu og njóta þeirra lífsgæða sem virkni og vinna gefur okkur.

Svo er það hópurinn okkar sem  því miður,  heilsu sinnar vegna getur ekki stunda vinnu, er skert tekjulega og kostnaður aukin í sjúkra- og lyfjakostnaði og hvað? á fólk bara að deyja drottni sínum eða leita á náðir líknastofnana til að lifa af? Við segjum NEI, ALLIR eiga að fá tækifæri,  tækifæri til þess að vera virkir með þeim hætti sem geta þeirra og heilsa leifir, samfélagið á að sjá til þess. Metnaður okkar á liggja í því að starfsendurhæfa fólk í það hlutfall sem það hefur getur til og sjá svo um það sem uppá vantar. Það hefur verið farið eitthvað rangt að hlutunum síðastliðin misseri og nú eru menn að fá það í andlitið og skilja ekkert í neinu.

Misskipting hefur aukist mikið í þjóðfélaginu okkar sem birtist með ýmsum hætti garnvart launafólki og öllum almenningi. Almenningur hefur verið að missa húsnæðið sitt vegna minnkandi launa og atvinnutækifara. Leiti fólk eftir ódýrara húsnæði sem það telur sig geta greitt af stenst það ekki greiðslumat. Og svo eru þess dæmi að fólki sé boðið húsnæðið sem það missti til leigu á hærra verði en það gat ekki greitt fyrir áður og er nauðbeygt til að greiða svimandi leiguverð og er þá í  verri stöðu en áður. Það er eitthvað í þessu sem stenst ekki. Skuldavandi heimilanna, hvernig hljómaði það loforð? 300 miljarðar settir til að mæta þeim vanda en þegar loforðið var sett fram urðu þeir að innan við 100 miljörðum og fólki boðið að láta séreignalífeyrir sinn til að niðurgreiða höfuðstól húsnæðislánanna. Já þannig er nú skuldavandi heimilanna leystur og loforð efnd.

Mikill óróleiki er búin að vera í kringum kjarasamninga sem flestir hafa verið lausir nú seinnihluta vetrar. Samningar hafa verið felldir, verkföll og verkfallsboðanir hafa lúrt yfir eins og mari. Samningsaðilar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að reina að rétta af hlut launafólks og alls almennings með að fá ríki, sveitafélög, verslun og þjónustu með sér í að draga úr verðbólgu með öllum tiltækum ráðum en þá var það ríkisstjórn þessa lands sem dró lappirnar, skar sig út með sínum gjaldskrárhækkunum sem varð til þess að samningar féllu. Hótuðu fólki með því að ef þeir samþykktu ekki samninga væri óvíst hvort hækkanir yrðu dregnar til baka. Loforð eru svikin, strax þýðir seinna  og fullyrt að fólk skilji ekki það sem sagt var eða orð þeirra tekin úr samhengi.

Áfram skal haldið. Á almennum vinnumarkaði náðust loks samningar eftir sáttatillögu ríkissáttasemjara, ýmsir hópar hafa beitt verkfallsaðgerðum, aðrir fengið á sig lögbann og enn aðrir eiga eftir að ná í kjarabætur fyrir sína hópa sem eflaust horfa til þeirra sem rufu sig út úr þeirri  samstöðu sem samtök launafólks lögðu upp með sem var að ná niður verðbólgu og mynda stöðuleika á komandi árum. En það eru hópar í þessu þjóðfélagi sem telja það ekki skyldu sína að ná þessum markmiðum. Það ríkir einfaldlega ósamstaða og glundroði á vinnumarkaði sem ekki boðar lukku fyrir neinn. Við þurfum að ganga saman og í takt svo vel fari.

Ég á ekki krónu, já hvernig er það með þessa blessuðu krónu okkar? hvers vegna vilja yfirvöld halda í ónýtan gjaldmiðil ef gjaldmiðil skyldi kalla. Það vill engin í veröldinni eiga krónuna okkar en hvers vegna er haldið svo fast í hana? Getur verið að þeir sem eiga hana í töluverðum mæli geti ekki gert grein fyrir því hvernig þeir eignuðust hana ef til þess kæmi að þeir þyrftu að skipta henni út fyrir annan gjaldmiðil? Það skildi þó ekki vera. Og ekki væri það nú gott fyrir fjármagnseigendur ef ekki er hægt að verðtryggja nýjan gjaldmiðil. Þeir þyrftu að sitja við sama borð og aðrar þjóðir það náttúrulega gengur ekki, er það? Við erum nú „stórasta“ land heimi það vita nú allir ekki satt.

Hugsunarhátturinn aðrir geta séð um þjóðarsáttina ég ætla að hugsa um mig er dauðadómur samstöðunnar. Við eigum að horfa til framtíðar, ekki að veita því endalausa athygli sem skortir  (þannig að skorturinn vaxi)  heldur að veita því athygli sem við höfum þannig að það vaxi og það verðum við að gera það saman.  

Við viljum samfélag fyrir alla.