Skip to main content
ATHUGIÐ.
Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

ASÍ telur að í stað þess að tryggja einungis þeim tekjuhæstu fullan ábata af skattalækkun sé að eðlilegra nýta þá fjármuni sem verja á til lækkunarinnar til þess að koma betur til móts við fólk með millitekjur og þá sem eru með lægri tekjur. Skilvirkasta leiðin til þess er að hækka mörkin þar sem miðþrep tekjuskattsins byrjar.

Ríkisstjórnin hefur lagt til að skattprósentan í miðþrepi tekjuskatts verði lækkuð um 0,8 prósentustig, úr 25,5% í 25,0% (staðgreiðsluhlutfallið úr 40,22% í 39,42%). Áætlað tekjutap ríkissjóðs af þessari aðgerð eru um 5 milljarðar. Samkvæmt tillögunni byrja skattar einstaklings að lækka við 255.000 kr. skattskyldar tekjur. Skattalegur sparnaður einstaklings vex síðan þar til 781.000 kr. skattskyldum tekjum er náð og hafa þá mánaðarlegar skattgreiðslur viðkomandi lækkað um 4.207 krónur. Einungis þeir einstaklingar sem eru með skattskyldar tekjur yfir 781.000 (813.500 með 4% framlagi launamanns í lífeyrissjóð) fá notið þessarar skattalækkunar að fullu.

ASÍ telur að í stað þess að tryggja einungis þeim tekjuhæstu fullan ábata af skattalækkun sé að eðlilegra nýta þá fjármuni sem verja á til lækkunarinnar til þess að koma betur til móts við fólk með millitekjur og þá sem eru með lægri tekjur. Skilvirkasta leiðin til þess er að hækka mörkin þar sem miðþrep tekjuskattsins byrjar. Áætla má að það hefði sömu tekjuáhrif á ríkissjóð að hækka mörkin um nálægt 100.000 kr. á mánuði þannig að skattskyldar tekjur undir 350.000 kr. á mánuði yrðu skattlagðar í neðsta skattþrepinu. Þessi útfærsla á skattalækkun kæmi þorra launafólks betur en tillaga ríkisstjórnarinnar. Skattalegur ávinningur þeirra sem eru á tekjubilinu 255.000 til 350.000 yrði meiri en ef skattprósentan lækkaði þar sem skattprósentan á bilinu 255.000 til 350.000 kr. lækkaði um 2,9 prósentustig í stað 0,8% prósentustiga. Skattgreiðslur einstaklings með skattskyldar tekjur yfir 350.000 kr. myndu lækka um 2.726 kr. á mánuði.

Þeir sem eru með mánaðarlegar tekjur undir 625.000 (með 4% framlagi launamanns í lífeyrissjóð) koma betur út samkvæmt tillögu ASÍ. Það er því ljóst að það kemur þorra launafólks betur að hækka mörk miðþrepsins frekar en að lækka skattprósentuna.

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ