Skip to main content

Bónus í Borgarnesi var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 30. september. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 Laugavegi eða í meira en helmingi tilvika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru var frá 25% upp í 75% en í þriðjungi tilvika var meira en 75% verðmunur. Mestur var hann hins vegar 187%.

Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 119 af 127, Nóatún í Grafarholti átti til 118 og Krónan Akranesi og Hagkaup Seltjarnarnesi áttu 116 vörur. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Samkaupum-Strax eða 81 af 127, 10/11 átti til 87 og Kjarval Hellu átti 89 vörur.

 
Mestur verðmunur á ávöxtum og grænmeti
Af þeim 127 matvörum sem skoðaðar voru, var munur á hæsta og lægsta verði sjaldnast undir 25% og í þriðjungi tilvika var hann yfir 75% verðmunur. Minnstur verðmunur var á Goða kindakæfu, sem var ódýrust á 1.693 kr./kg. hjá Krónunni en dýrust á 1.840 kr./kg. hjá Nettó,  Samkaupum-Úrvali og Kaskó, verðmunurinn var 147 kr. eða 9%. Mestur verðmunur í könnuninni var ávaxtaperu, sem var dýrust á 799 kr. hjá 10/11 en ódýrust á 278 kr. hjá Iceland sem gerir 521 kr. verðmun eða 187%. Oftast var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði ávöxtum og grænmeti.  
 
Af þeim vörum sem til voru í öllum verslunum má nefna að mikill verðmunur var á 300 gr. smjörva sem var ódýrastur á 286 kr. hjá Bónus en dýrastur á 439 kr. hjá 10/11 sem er 53% verðmunur. Annað dæmi um mikinn verðmun má nefna Ritz kex 200 gr. sem var ódýrast á 177 kr. hjá Bónus en dýrast á 329 kr. hjá 10/11 sem er 152 kr. verðmunur eða 86%. Pepsi max 2 l. var ódýrast á 209 kr. hjá Bónus en dýrast á 459 kr. hjá 10/11 verðmunurinn 250 kr. eða 120%. Kakóið Swiss Miss m/sykurpúðum 737 gr. var ódýrast á 699 kr./kg. hjá Iceland en dýrast á 927 kr. hjá Samkaupum-Strax, verðmunurinn er 33%.  
 

Sjá nánari upplýsingar í töflu.

Pages: 1 2