Skip to main content

Börnum, öldruðum og sjúkum verður ekki sinnt með fjarvinnu

Laugardaginn 24. október eru 45 ár frá því að konur lögðu niður störf hér á landi til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Að því tilefni og í ljósi aðstæðna blása heildarsamtök launafólks; ASÍ, BSRB, BHM, KÍ og Kvenréttindafélagið til herferðar á samfélags- og netmiðlum dagana 24. – 27. október til að vekja athygli á deginum og réttindabaráttu kvenna.

Áherslan í ár er á störf þeirra kvenna sem vinna framlínustörf á tímum heimsfaraldurs. Konur lifa ekki á þakklætinu einu saman og því eru settar fram kröfur um að störf kvenna séu metin að verðleikum.

Yfirlýsingu dagsins er að finna á www.kvennafri.is ásamt fleiri upplýsingum um þennan baráttudag kvenna.