Skip to main content

Búið að skrifa undir kjarasamninga við ríkið og hjúkrunarheimilin

By 20.10.2015apríl 12th, 2019Fréttir, Uncategorized
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Búið er að skrifa undir kjarasamninga við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. 

Þann 7. október s.l. var skrifað undir kjarasamning við ríkið vegna t.d. Sólvangs – hjúkrunarheimilis, Vegagerðarinnar og annara stofnana ríkisins sem tilheyra störfum sem sem falla undir samningssvið Flóabamdalagsins (Hlífar). Atkvæðagreiðsla um samningin er núna í fullum gangi og ættu allir sem tilheyra samningnum að hafa fengið sent til sín kynningarbækling og atkvæðaseðil. Atkvæðagreiðslu líkur klukkan 12:00 þann 30. október n.k. og á niðurstað að lyggja fyrir eigi síðar en kl. 16:00 sama dag.  

Í dag 20 október 2015var svo skrifað undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) en þeim samningi tilheyra þeir sem starfa hjá t.d. Hrafnistu í Hafnarfirði. Samningurinn er á sömu nótum og samningurinn við ríkið og fer í kynningu á allra næstu dögum. Sendur verður kynningbæklingur til starfsmanna Hrafnistu sem eru í Vlf. Hlíf ásamt atkvæðaseli. Gert er ráð fyrir því að niðurstað úr atkvæðagreiðslunni ljúki klukkan 16:00 þann 13. nóvember n.k.

Félagið hvetur þá starfsmenn sem starfa eftir þessum kjarasamningum að kynna sér hann vel og greiða um hann atkvæði.

Hér er hægt að ná í kynningarbækling vegna kjarasamningsins við ríkið

Hér er hægt að ná í ný undiritaðan samning við SFV vegna Hrafnistu