Skip to main content

Búið er að skrifa undir kjarasamninga við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. 

Þann 7. október s.l. var skrifað undir kjarasamning við ríkið vegna t.d. Sólvangs – hjúkrunarheimilis, Vegagerðarinnar og annara stofnana ríkisins sem tilheyra störfum sem sem falla undir samningssvið Flóabamdalagsins (Hlífar). Atkvæðagreiðsla um samningin er núna í fullum gangi og ættu allir sem tilheyra samningnum að hafa fengið sent til sín kynningarbækling og atkvæðaseðil. Atkvæðagreiðslu líkur klukkan 12:00 þann 30. október n.k. og á niðurstað að lyggja fyrir eigi síðar en kl. 16:00 sama dag.  

Í dag 20 október 2015var svo skrifað undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) en þeim samningi tilheyra þeir sem starfa hjá t.d. Hrafnistu í Hafnarfirði. Samningurinn er á sömu nótum og samningurinn við ríkið og fer í kynningu á allra næstu dögum. Sendur verður kynningbæklingur til starfsmanna Hrafnistu sem eru í Vlf. Hlíf ásamt atkvæðaseli. Gert er ráð fyrir því að niðurstað úr atkvæðagreiðslunni ljúki klukkan 16:00 þann 13. nóvember n.k.

Félagið hvetur þá starfsmenn sem starfa eftir þessum kjarasamningum að kynna sér hann vel og greiða um hann atkvæði.

Hér er hægt að ná í kynningarbækling vegna kjarasamningsins við ríkið

Hér er hægt að ná í ný undiritaðan samning við SFV vegna Hrafnistu