Flokkur

Fréttir

Aðalfundur Hlífar

By Fréttir

Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður haldinn þriðjudaginn 2. júní 2020, kl. 17:30.

Fundurinn verður haldinn í Hraunseli – félagsheimili eldri borgara að Flatahrauni 3, Hafnarfirði.

Dagskrá:

  1.  Venjuleg aðalfundarstörf
  2.  Kosning í kjörstjórn
  3.  Önnur mál
    1. Kynning á niðurstöðum könnunar Gallup fyrir Hlíf
    1. Kynning á stefnumótun stjórnar fyrir næsta ár

                                           Léttar veitingar.

Stjórnin

Munum ekki sitja með hendur í skauti

By Fréttir

„Framganga Icelandair í samningaviðræðum við flugfreyjur hefur verið með ólíkindum og er til þess fallin að draga úr almennu trausti í garð þessa rótgróna flugfélags. Þetta er ekki flugfélagið okkar allra sem býður okkur velkomin heim. Við munum ekki sætta okkur við aðferðir sem á ensku eru kallaðar union busting og ganga út á að grafa undan samstöðu launafólks og eyðileggja verkalýðsfélög. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja með hendur í skauti andspænis slíkum aðgerðum.“ Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í tilefni af fréttum um tilraunir flugfélagsins til að brjóta aftur samstöðu innan Flugfreyjufélagsins.

Alþýðusambandið hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna málsins:

Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega því sem lýst er í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag sem hugsanlegum viðbrögðum Icelandair í kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Í báðum tilvikum er vísað til heimilda innan Icelandair. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins skoðar Icelandair möguleika á að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja og samkvæmt Fréttablaðinu hyggst Icelandair láta reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings FFÍ fyrir félagsdómi náist ekki samningur.

Þessar vangaveltur eru settar eru fram á mjög viðkvæmu stigi samningaviðræðna og virðist tilgangurinn sá einn að hafa áhrif á starfsemi FFÍ og reka fleyg í samstöðu félagsmanna. Þær byggja einnig á mikilli vanþekkingu á íslenskri og alþjóðlegri vinnulöggjöf og kjarasamningi FFÍ.

Alþýðusamband Íslands áréttar að stéttarfélög eru félög launafólks sem njóta verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum er óheimilt að skipta sér af. Icelandair getur ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum.  

Raungerist fyrrnefndar vangaveltur á Icelandair ekkert tilkall til stuðnings úr opinberum sjóðum eða viðbótarhlutafjár úr lífeyrissjóðum launafólks. ASÍ krefst þess að stjórnvöld stígi fram og taki af öll tvímæli um að þau hyggist ekki styðja ólögmætt og ósiðlegt athæfi Icelandair.

Verkalýðshreyfingin styður kröfur Öryrkjabandalagsins

By Fréttir

Í gær skrifuðu forystumenn heildarsamtaka launafólks, ásamt ÖBÍ undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að hagur öryrkja verð bættur. Kröfurnar eru settar fram í þremur liðum:

  • Lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð þannig að fólki sé ger kleift að lifa mannsæmandi lífi.
  • Skerðingar verði endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði, hvort sem er að hluta eða tímabundið og að dregið verði úr tekjuskerðingum vegna lífeyristekna.
  • Störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Í yfirlýsingunni segir m.a. að það sé allra hagur að bæta kjör öryrkja og sjá til þess að enginn sé dæmdur til fátæktar þó starfsgeta láti undan. Það er dýru verði keypt fyrir alla þegar fólk er svipt virðingu og getu til athafna.

Samstaða um bætt lífskjör – yfirlýsingin í heild

Rétta leiðin: Uppbygging í þágu almennings – ekki sérhagsmuna

By Fréttir, Front-left

Alþýðusamband Íslands leggur áherslu á uppbyggingu til framtíðar, í þágu almennings, en ekki í þágu sérhagsmuna. Þetta snýst því ekki um endurreisn í óbreyttri mynd, heldur uppbyggingu á öðrum forsendum

Forysta ASÍ efndi til blaðamannafundar nú síðdegis, þar sem kynnt voru leiðarljós ASÍ í þessari uppbyggingu, undir heitinu Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll.

Fram kemur, að almenningur eigi skýlausa kröfu á því að taka þátt í ákvörðunum og stefnumótun, þegar verið sé að veita hundruðum og þúsundum milljóna til stuðnings fyrirtækjum vegna áhrifa af Covid-19.

Í lokaorðum Réttu leiðarinnar segir:

Á krepputímum keppast sérhagsmunaöfl við að bæta stöðu sína. Frá síðustu kreppu hafa hinir ríku orðið ríkari, bæði á alþjóðavísu og á Íslandi. Nú er mál að linni; tímabært er að snúa strax af þessari braut og tryggja að aðgerðir vegna kreppunnar stuðli að jöfnuði og almennum lífsgæðum. Með þessum tillögum er settur fram vegvísir að uppbyggingu öflugs og réttláts samfélags fyrir okkur öll.

Rétta leiðin – Bæklingur

Rétta leiðin – Glærukynning

Odzyskaj Równowage w Niepewnych Czasach Interaktywny Live Online

By Fréttir

UWAGA: Firmy i członkowie związku mogą otrzymać do 90% zwotu kosztów

Wiekszosc ludzi pragnie zbilansowanego zycia. Chcielibysmy miec wystarczajaco duzo czasu i energii, aby cieszyc sie kazdym aspektem naszej egzystencji. Realia sa takie, ze czesto harmonie zaburzaja nieoczekiwane okolicznosci. Szczególnie dzisiaj, swiat postawil nas przed bezprecedensowym  yzwaniem. Tym samym, pozbawil wielu z nas harmonii, której tak bardzo pragniemy.

Dzieki analizie poziomu energii i koncentracji w kazdym waznym obszarze naszego zycia – takim jak: zdrowie, rodzina, praca, spolecznosc, duchowosc, zycie towarzyskie i finanse – jestesmy w stanie ocenic poziom naszej satysfakcji w tych obszarach. Dodatkowo mozemy zidentyfikowac potencjalne stresory i stworzyc plan dzialania oparty na tym co dla nas naprawde istotne.

Plan dzialania i jego realizacja pozwoli nam zapanowac nad zmartwieniami i stresem, oraz przyblizy nas do tego czego chcemy.

broszura

SGS krefst samninga við félög sem eru með lausa samninga

By Fréttir

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands, 8. maí 2020. Skorar á Ríkið, Samband Íslenskra sveitarfélaga og aðra atvinnurekendur að ganga þegar til saminga við  þau félög sem ósamið er við. Það er með öllu óásættanlegt að launafólk sé samningslaust mánuðum saman og ólíðandi að ekki sé gengið að réttmætum kröfum né staðið við fyrri yfirlýsingar og fyrirheit.

Einnig er minnt á stuðningsyfirlýsingu Miðstjórnar ASÍ við verkfall Eflingar og áskorun Verkalýðsfélags Vestfirðinga um kjaradeilu lögreglumanna.