Flokkur

Front-left

Aðgerðir vegna Covid-19

By Fréttir, Front-left

Í ljósi nýrra viðmiðana sóttvarnarlæknis vegna Covid-19, hvetjum við félagsmenn og aðra sem eiga erindi við skrifstofu Hlífar, til að nota síma, tölvuspóst og rafrænar umsóknir, sé þess nokkur kostur.

Ef viðkomandi þarf nauðsynlega að koma á skrifstofuna, er bent á mikilvægi tveggja metra reglunnar og nauðsyn þess að sótthreinsa hendur.

Minnisblað sóttvarnarlæknis frá 29. júlí sl.

Kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samþykktur

By Fréttir, Front-left

Kjarasamningur Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.

Á kjörskrá voru 592. Af þeim greiddu atkvæði 134, eða 22,64%. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 90,98% já og 9,02% nei.

Samningurinn gildir fyrir starfsfólk á Sólvangi og á Hrafnistuheimilunum í Hafnarfirði, Garðabæ og í Reykjanesbæ.

Þegar Hlíf klofnaði og var rekið úr ASÍ

By Front-left, Sögubrot

Um Hlífardeiluna 1939

Undir lok 4. áratugar síðustu aldar voru talsverð pólitísk átök í verkalýðshreyfingunni. Bæði deildu fylkingar um forystu í einstökum félögum, en deilurnar hverfðust ekki hvað síst um skipulagsleg tengsl Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Þeirri skoðun hafði vaxið fiskur um hrygg, að slíta bæri þessi tengsl. Það sjónarmið var stutt jafnt frá hægri sem frá vinstri, jafnt af Sjálfstæðismönnum sem kommúnistum.

Alþýðuflokksmenn sem voru í forystu í Hlíf voru þessu mótfallnir. Á fjölmennum aðalfundi í félaginu þann 29. janúar 1939 vinna þeir sigur í stjórnarkjöri sem slíta vilja tengslin og Helgi Sigurðsson er kjörinn formaður með 16 atkvæðum fram yfir formannsefni Alþýðuflokksins. Sama gildir um aðra stjórnarmenn. Á framhaldsaðalfundi þann 12. febrúar er samþykkt að víkja 12 mönnum úr félaginu, enda séu þeir komnir í atvinnurekendastétt.

Nánar

Sveitarfélagasamningarnir samþykktir

By Fréttir, Front-left

Kjarasamningur Verkalýðsfélagins Hlífar og 16 annarra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með afgerandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær.

Hjá Hlíf sögðu 66,3% já og 33,3% sögðu nei. Af þeim sem greiddu atkvæði, tóku 3,5% ekki afstöðu til samningsins. Kjörsókn í félögunum 17 var 32,8%. Hjá Hlíf var hún yfir meðaltali, eða 33,8%. Alls voru 426 á kjörskrá hjá Hlíf, en af þeim greiddu 144 atkvæði.

Nánar

Þar var fólksins trausta Hlíf!

By Fréttir, Front-left, Sögubrot

Hér er vígið! Við oss talar
Viðkvæm reynsla um liðna tíð:
Gegnum þrautir grárrar malar,
Gegnum þrjátíu ára stríð,
Félag vort var brautarbending,
Benti á nýtt og fyllra líf.
Þar var ætíð þrautar lending.
Þar var fólksins trausta HLÍF.

Eftir Jóhannes úr Kötlum – ort í tilefni af 30 ára afmæli Hlífar