Flokkur

Front-left

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning við SFV

By Fréttir, Front-left

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning Hlífar og VSFK við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónstu verður haldinn fimmtudaginn 9. júlí, kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili eldri borgara, Hraunseli, Flatahrauni 3.

Fundinum verður streymt á vefnum og á Facebooksíðu félagsins.

Samningurinn gildir fyrir þá félagsmenn Hlífar sem starfa á Sólvangi og á Hrafnistuheimilunum í Hafnarfirði og Garðabæ.

Yfirlit yfir helstu atriði samningsins er að finna hér.

Aftur í vinnu!

By Fréttir, Front-left

Hefur þú misst vinnuna? Viltu komast skrefi lengra í atvinnuleit?

Ef svo er gætu örnámskeiðin Aftur til vinnu fyrir félaga í Hlíf, Eflingu og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis (VSFK) hentað þér.

Á námskeiðunum eru kynnt hagnýt ráð í atvinnuleit, t.a.m. um hvernig best sé að koma sér á framfæri, hvar sé best að bera niður og hvernig sé hægt að nýta sér tölvutækni til að ná árangri.

Kennsla fer fram í 14 manna hópum – tveir kennarar kenna hverjum hópi – allir fá afnot af fartölvu.

Eftirfarandi námskeið á íslensku eru í boði.

 • Hvað hef ég fram að færa? Safnað í færnimöppu.
  Námskeiðið fer fram  þann 22. júní: kl. 9-12.
 • Hver er ég? Gerð ferilskrár og kynningarbréfs.
  Námskeiðið fer fram  þann 24. júní: kl. 9-12.
 • Hvernig ber ég mig að? Hagnýt ráð í atvinnuleit.
  Námskeiðið fer fram  þann 26. júní: kl. 9-12.
 • Hvernig nýtist tæknin mér í atvinnuleit? Notkun tækni og samskiptaforrita í atvinnuleit.
  Námskeiðið fer fram  þann 29. júní: kl. 9-14:30 (hálftíma matarhlé).

Námskeiðin kosta 3.000 kr. að því undanskildu að tækninámskeiðið kostar 4.000 kr. Öll námskeiðin fara fram í húsnæði Mímis við Höfðabakka 9.

Skráning fer fram hér. Hlökkum til að sjá þig!

Rétta leiðin: Uppbygging í þágu almennings – ekki sérhagsmuna

By Fréttir, Front-left

Alþýðusamband Íslands leggur áherslu á uppbyggingu til framtíðar, í þágu almennings, en ekki í þágu sérhagsmuna. Þetta snýst því ekki um endurreisn í óbreyttri mynd, heldur uppbyggingu á öðrum forsendum

Forysta ASÍ efndi til blaðamannafundar nú síðdegis, þar sem kynnt voru leiðarljós ASÍ í þessari uppbyggingu, undir heitinu Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll.

Fram kemur, að almenningur eigi skýlausa kröfu á því að taka þátt í ákvörðunum og stefnumótun, þegar verið sé að veita hundruðum og þúsundum milljóna til stuðnings fyrirtækjum vegna áhrifa af Covid-19.

Í lokaorðum Réttu leiðarinnar segir:

Á krepputímum keppast sérhagsmunaöfl við að bæta stöðu sína. Frá síðustu kreppu hafa hinir ríku orðið ríkari, bæði á alþjóðavísu og á Íslandi. Nú er mál að linni; tímabært er að snúa strax af þessari braut og tryggja að aðgerðir vegna kreppunnar stuðli að jöfnuði og almennum lífsgæðum. Með þessum tillögum er settur fram vegvísir að uppbyggingu öflugs og réttláts samfélags fyrir okkur öll.

Rétta leiðin – Bæklingur

Rétta leiðin – Glærukynning

Fjölmargir fylgdust með 1. maídagskránni

By Fréttir, Front-left

Mjög margir fylgdust með óhefðbundinni dagskrá Hlífar og STH á 1. maí. Vegna samkomubannsins var brugðið á það ráð að búa til stutt baráttu- og samstöðumyndband á netinu, þar sem sýnd voru tónlistaratriði frá liðnum árum og skotið inn stuttum skilaboðum frá félagsmönnum. Dagskráin var sýnr á vefjum félaganna og á Facebooksíðu Hlífar.

Samkvæmt talningum hafa vel á annað þúsund manns horft á myndbandið.

Halldór Árni Sveinsson sá um gerð myndbandsins í samvinnu við félögin. Myndbandið er aðgengilegt hér að neðan.

Útleiga orlofshúsa í maí

By Fréttir, Front-left

Orlofshús Verkalýðsfélagsins Hlífar verða leigð út um helgar frá 4. maí til 28. maí, samkvæmt ákvörðun stjórnar orlofsnefndar félagsins.

Þetta er gert með það fyrir augum að draga úr hættu á COVID-19 smitum á milli leigjenda við skipti, þar sem vitað er að veiran lifir ekki í marga daga í mannlausu húsi.

Með þessari ákvörðun teljum við okkur sýna ítrustu varkárni, en um leið gefa félagsmönnum kost á að nýta húsin að einhverju marki.

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hjá Rio Tinto á Íslandi hf

By Fréttir, Front-left

Sameiginleg auglýsing frá stéttarfélögum starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf.; Verkalýðsfélaginu Hlíf, Félagi íslenskra rafvirkja, Félagi rafeindavirkja, VM – félagi vélstjóra og málmtæknimanna, FIT – félagi iðn- og tæknigreina og VR.

Þeir félagsmenn stéttarfélaga starfsmanna Rio Tinto á
Íslandi hf. sem starfa hjá fyrirtækinu munu dagana 10.-13. mars 2020 eiga kost
á að greiða atkvæði um boðun vinnustöðvunar. Félagar hvers stéttarfélags, sem
eru starfsmenn Rio Tinto á Íslandi hf., munu greiða atkvæði sérstaklega um þá
vinnustöðvun sem starfsmenn þess félags taka þátt í, en aðgerðaáætlun er stillt
upp sameiginlega af öllum hlutaðeigandi stéttarfélögum.

Nánar