Flokkur

Front-right

Straumsvík

Félagsfundir með starfsfólki í álverinu

By Fréttir, Front-right

Boðað er til tveggja félagsfunda með félagsmönnum Hlífar sem starfa í álverinu í Straumsvík. Fyrri fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 24. september og sá síðari föstudaginn 25. september.

Á fundunum verður farið yfir stöðuna í samningamálum.

Fundirnir verða haldnir í Hraunseli, Flatahrauni 3 og hefjast báðir klukkan 16:30.

Hægt verður að fylgjast með fundunum á ZOOM. Slóðin verður send út í tölvupósti til félagsmanna á fimmtudaginn. Félagar eru hvattir til að senda netfangið sitt til gra@hlif.is

Það á við hvort sem ætlunin er að mæta á fundina eða fylgjast með á Zoom, því það er viðbúið að við þurfum að koma skilaboðum til félagsmanna á næstunni. Það er því mikilvægt til að tryggja nauðsynlegt flæði upplýsinga að félagið eigi sem flest skráð netföng.

Trúnaðarmannanámskeið – 3. hluti

By Fréttir, Front-right

Þriðji hluti trúnaðarmannanámskeiðs, sem halda átti í apríl en var frestað vegna Covid-19, verður haldinn dagana 7.-9. október.

Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun. Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga. Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður. Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á. Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunn atriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna.

Skráning er hafin á vef Félagsmálaskólans

Starfsafl framlengir allt að 90% endurgreiðslu til 30. sept.

By Fréttir, Front-right

Stjórn Starfsafls hefur samþykkt allt að 90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu, til að mæta núverandi ástandi í samfélaginu.

Hækkun styrkfjárhæðar á  við um styrki til einstaklinga sem og fyrirtækja og tekur til náms sem keypt er og reikninga sem gefnir eru út á tímabilinu 15. mars til 15. júní og uppfylla eftirfarandi skilyrði, sjá hér.

ÞETTA HEFUR NÚ VERIÐ FRAMLENGT TIL 30. SEPTEMBER

Vegna einstaklinga:

Vegna styrkja til einstaklinga gilda þær reglur sem fyrir eru og taka til áuninna réttinda en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. Sjá reglur hér

Hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli

By Front-right

Markmiðið er að fyrirtæki haldi starfsfólki í starfi eins og kostur er frekar en að það komi til uppsagna. Viðhald ráðningarsambandsins er verðmætt fyrir launafólk og fyrirtæki. Mikilvægt er að verja launafólk vegna tímabundins samdráttar í atvinnulífinu þannig að einstaklingar verði fyrir sem minnstum skaða, bæði fjárhagslegum og félagslegum.

Forsenda þess að fyrirtæki geti leitað til starfsmanna sinna um minnkað starfshlutfall er að það hafi orðið fyrir samdrætti í starfsemi sinni vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu.

Starfshlutfall verður aðeins minnkað með samkomulagi milli atvinnurekanda og starfsmanns.

Helstu efnisatriði laga um atvinnuleysisbætur á móti minnkuðu starfshlutfalli:

 • Skerðing á starfshlutfalli verður að byggja á samkomulagi á milli fyrirtækis og einstaklings þar sem fram kemur hver breyting á starfshlutfallinu er og til hvaða tímabils skerðingin nær.
 • Skerðing á starfshlutfalli þarf að vera a.m.k. 20 prósentustig.
 • Launamaður þarf að halda að lágmarki 25% starfi eftir skerðingu á starfshlutfalli.
 • Hlutabætur greiðist í réttu hlutfalli við hið skerta starfshlutfall.
 • Laun frá atvinnurekenda og atvinnuleysisbætur eru að hámarki 90% af launum fyrir skerðingu starfshlutfalls – þó að hámarki 700.000 kr.
 • Hafi laun m.v. fullt starf fyrir skerðingu starfshlutfalls numið 400.000 kr. eða minna eru þau bætt að fullu.
 • Hafi laun m.v. fullt starf fyrir skerðingu starfshlutfalls numið meira en 400.000 kr. skerðast laun frá atvinnurekenda og atvinnuleysisbætur ekki niður fyrir 400.000 kr.
 • Samningar um skert starfshlutfall skerðir ekki rétt launafólks til tekjutengdra atvinnuleysisbóta missi það vinnuna síðar.
 • Námsmenn eiga möguleika á hlutabótum uppfylli þeir skilyrði laganna.
 • Réttindi launafólks í Ábyrgðasjóði launa eru tryggð komi til gjaldþrots fyrirtækis.
 • Sjálfstætt starfandi eiga rétt skv. Lögunum.
 • Lögin gilda frá 15. mars til 1. júní 2020.

Nokkur atriði til áréttingar:

 • Leiti fyrirtæki til starfsmanna sinna um að skerðing á starfshlutfalli með tilheyrandi lækkun launa komi til framkvæmda án uppsagnarfrests getur starfsmaður hafnað slíku og gert kröfu um að uppsagnarfresturinn sé virtur.
 • Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem samið er um.
 • Réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta vegna skerts starfshlutfalls gildir um allt launafólk s.s. námsmanna óháð bótarétti þeirra að öðru leyti.

Hvernig er sótt um hlutabætur

Launamaður sækir um hlutabætur rafrænt á mínum síðum á vef Vinnumálastofnunar. Þá þarf atvinnurekandi einnig að skila inn ákveðnum upplýsingum á sínum síðum á vef  Vinnumálastofnunar. Þegar upplýsingar liggja fyrir bæði frá launamanni og atvinnurekanda er hægt að afgreiða umsóknina um hlutabætur.

Sjá nánar:

www.vinnumalastofnun.is

www.asi.is

Rafrænni atkvæðagreiðslu um ÍSAL-samninginn lýkur kl. 11:00 á föstudag

By Fréttir, Front-right

Rafrænni atkvæðagreiðslu um ÍSAL-samninginn lýkur kl. 11:00, föstudaginn 27. mars.

Til innskráningar með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, smellið hér

Atkvæðagreiðslan stendur til kl. 11:00, föstudaginn 27. mars. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Hlífar frá 10:00 – 13:30, þriðjudag til fimmtudags. ATH – ekki er hægt að kjósa utan kjörfundar á föstudaginn.

Skrifstofa Hlífar er formlega lokuð fyrir heimsóknir, vegna COVID-19 faraldursins, þannig að þeim sem geta með engu móti greitt atkvæði rafrænt, er bent á að hringja á skrifstofu Hlífar 510 0800, eða í Guðmund Rúnar í síma 772 0325 til að tryggja að opnað verði fyrir þeim.