Flokkur

Front-right

Launareiknivél

By Fréttir, Front-right

Starfsgreinasambandið hefur látið setja upp reiknivél þar sem félagsmenn geta reiknað út laun, kannað hvort launaseðlar séu réttir og annað það sem snertir margvíslegar greiðslur. 

Reiknivélin

Leitast hefur verið við að hafa reiknivélina eins einfalda í notkun og kostur er og má því búast við að hún nái ekki utan um öll möguleg tilfelli. Hér er um fyrstu útgáfu að ræða og m.a. á eftir að leggja lokahönd á þýðingar og fleira. Notendur eru beðnir að koma ábendingu og athugasemdum á framfæri á sgs@sgs.is.

Upplýsingar vegna COVID-19

By Fréttir, Front-right

Hér eru teknar saman helstu upplýsingar um aðgerðir vegna Covid-19, og helstu reglur og réttindi sem snerta launafólk, svo sem í sóttkví og fleira.

UPPLÝSINGAR Á VEF ASI UM RÉTTINDI LAUNAFÓLKS Í FARALDRINUM
Alþýðusamband Íslands hefur tekið saman talsvert af upplýsingum sem snúa beint að réttindum launafólks í tengslum við faraldurinn, svosem varðandi sóttkví og fleira.

COVID.IS
Vefur Landlæknis og Almannavarna er með mikið af upplýsingum um sjúkdóminn sjálfan, þær reglur sem gilda hverju sinni um takmarkanir á starfsemi og þ.h.

SPURT OG SVARAÐ Á VEF VINNUMÁLASTOFNUNAR
Á vef Vinnumálastofnunar eru tekin saman svör við margvíslegum spurningum vegna COVID-19, t.d. um greiðslur í sóttkví.

Starfsmaður tuttugustu og fyrstu aldarinnar

By Fréttir, Front-right

Starfsmaður 21. aldarinnar!“ er hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni.

Námskeiðið miðast við að nálgast tæknina og útskýra helstu tæknihugtök á „mannamáli“ með það að markmiði að efla sjálfstraust gagnvart tækni.

Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið inn í tækniheiminn og er virkniúrræði sem Mímir hefur þróað til að efla einstaklinga til að takast á við áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar.  Störf margra munu breytast mikið eða jafnvel hverfa sökum tæknivæðingar, jafnvel enn fyrr en búist var við í kjölfar efnahagsþrenginga vegna Covid-19. Markmiðið er að grípa þá einstaklinga sem eiga á hættu að missa störf sín og þá sem hafa nú þegar misst vinnuna og/eða eru í hlutastarfi.

Á námskeiðinu er leitast við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um að einstaklingar tileinki sér til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námskeiðið snýr að því að upplýsa einstaklinga um möguleg áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á samfélagið og einstaklinga á vinnumarkaði, sem og greina ákjósanlega hæfni og færni hvað varðar tækni með tilliti til niðurstaðna Stafræna hæfnihjólsins sem VR-stéttarfélag hefur þróað og hjálpar einstaklingum að greina eigin tæknifærni.

Fræðslusjóðir atvinnulífsins, þar með talið Starfsafl, greiða að fullu þátttöku sinna félagsmanna og fá því félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Hlíf, Eflingu stéttarfélagi og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis  námskeiðið að fullu niðurgreitt.  Athugið takmörkun á fjölda. 

Námskeiðið er samtals 28 klukkustundir og skiptist í tvo hluta.

Fyrri hluti

  • Fjórða iðnbyltingin.
  • Leiðarvísar að farsælu lífi.
  • Stafræna hæfnihjólið.

Seinni hluti

  • Örvinnustofa 1: Hagnýting samfélagsmiðla (sóknarfæri á samfélagsmiðlum).
  • Örvinnustofa 2: Google í starfi, leik og námi (hluti af óþrjótandi möguleikum Google umhverfisins kynntir).
  • Örvinnustofa 3: Stafræn gagnavinnsla (myndvinnsla o.fl.).
  • Örvinnustofa 4: Forritun og stillingar (tölvuhlutar, tengingar og sjálfvirknivæðing).

Námskeiðið er kennt í fjarnámi og geta einstaklingar um allt land sótt það. Þeir sem telja sig þurfa tæknilegan stuðning við fjarnám eða vantar tilheyrandi búnað (tölvu með vefmyndavél og nettengingu) er velkomið að sitja námskeiðið í húsnæði Mímis að Höfðabakka 9 og fá stuðning.

Náms- og starfsráðgjafar Mímis eru einnig til staðar. Kennarar á námskeiðinu eru sérfræðingar í sínu fagi og vanir að nálgast nemendur á mismunandi getustigi hvað tækni varðar.

Tímasetning

Fyrsta námskeiðið hefst 20. október og lýkur 29. október 2020. Skráning og nánari upplýsingar á vef Mímis, www.mimir.is

Sjá nánar hér

Kynningarmyndband 

90% endurgreiðsla framlengd til áramóta

By Fréttir, Front-right

Ákveðið hefur verið að framlengja 90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða til áramóta. Jafnframt hefur verið ákveðið að veita sérstaka undanþágu vegna þeirra sem eru í námi og voru án atvinnu í sumar og þeirra sem hafa misst starfið á undanförnum mánuðum.

Stjórn Starfsafls hefur samþykkt framlengingu á 90% endurgreiðslu en í apríl síðastliðnum samþykkti stjórn Starfsafls  allt að   90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu, til að mæta núverandi ástandi í samfélaginu.  Miðað var við tímabilið 15.mars til 15. júní 2020 sem síðan var framlengt til 30. september 2020 og hefur nú verið framlengt til áramóta. 

Hækkun styrkfjárhæðar á  við um styrki til einstaklinga sem og fyrirtækja og tekur til náms sem keypt er og reikninga sem gefnir eru út á tímabilinu 15. mars til  31. desember 2020 og uppfylla eftirfarandi skilyrði, sjá hér

Þá var samþykkt að veita ákveðna undanþágu vegna þeirra sem eru í námi og hafa verið án atvinnu í sumar sem og þeirra sem hafa misst starfið sitt á á undanförnum mánuðum.  Almenna reglan er sú að greiða þarf fyrir nám eða námskeið á meðan viðkomandi er í starfi og sækja um styrk vegna þess innan þriggja mánaða.  Til að mæta núverandi ástandi má greiða fyrir nám eða námskeið á þessu þriggja mánaða tímabili (í því felst að viðkomandi þarf ekki að vera starfandi þegar greitt er fyrir námskeiðið).  Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Vegna einstaklinga:

Vegna styrkja til einstaklinga gilda þær reglur sem fyrir eru og taka til áuninna réttinda en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. Sjá reglur hér 

Vegna fyrirtækja:

Vegna styrkja til fyrirtækja gilda þær reglur sem fyrir eru en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. Sjá reglur hér

Því til viðbótar er á það bent að fyrirtæki sem hafa nú þegar fengið styrk vegna stafræns fræðsluumhverfis geta jafnframt nýtt sér þetta og fengið allt að 90% endurgreiðslu á kostnaði vegna stafrænna námskeiða sem keypt eru.  

Athugið að sem fyrr þarf að skila inn lýsingu námskeiðs, greiddum reikningi og lista yfir þátttakendur þar sem fram koma nöfn, kennitölur og stéttafélagsaðild. 

Ekki hika við að senda okkur línu ef frekari upplýsinga er þörf.

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna

Trúnaðarmannanámskeið – 3. hluti

By Fréttir, Front-right

Þriðji hluti trúnaðarmannanámskeiðs, sem halda átti í apríl en var frestað vegna Covid-19, verður haldinn dagana 9-11. nóvember, eða 11. – 13. nóvember. Nánar auglýst síðar.

Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun. Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga. Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður. Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á. Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunn atriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna.

Skráning er hafin á vef Félagsmálaskólans