Skip to main content

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Samið hefur verið um frestun viðræðna og fyrirframgreiðslu inn á væntanlegan kjarsasamning aðila. Þetta er gert með breytingu á viðræðuáætlun aðila, en gert er ráð fyrir því að viðræður hefjist á ný í september. Á meðan ríkir friðarskylda. Samningsaðilar hafa sent frá sér svohljóðandi tilkynningu:

Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019.

Vegna þessa mun ISAL greiða eingreiðslu að upphæð 100.000 kr. með næstu launaútborgun sem gildir sem fyrirframgreiðsla inn á þær launahækkanir sem samið verður um í kjarasamningum.

Eingreiðsluna fær hver starfsmaður sem var með fastráðningu þann 1. júní 2019 og er með ráðningarsamning sem nær fram yfir 1. nóvember 2019. Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu, en hlutastarfsfrí skerðir hana þó ekki. Sama á við um starfsmenn sem hafa ráðningarsamning sem nær ekki fram yfir 1. nóvember 2019. Hjá starfsmönnum sem láta af störfum á tímabilinu 1. júní – 1. nóvember 2019 verður eingreiðslan endurreiknuð í lokauppgjöri miðað við starfshlutfall tímabilsins.

Starfsmenn sem eru lausráðnir og á nemasamningi fá mánaðarlega greiðslu 17.000 kr. til 1. Nóvember, eða út ráðningasamning sinn sé hann styttri.

Launalaus leyfi og fæðingarorlof á tímabilinu 1. júní til 1. nóvember teljast ekki til starfstíma og geta því haft áhrif á heildarupphæð eingreiðslunnar.

Aðilar fallast jafnframt á að breyta viðræðuáætlun þannig að til 1. nóvember nk. gildi friðarskylda milli aðila.

is Icelandic
X