Skip to main content

Boðað er til tveggja félagsfunda með félagsmönnum Hlífar sem starfa í álverinu í Straumsvík. Fyrri fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 24. september og sá síðari föstudaginn 25. september.

Á fundunum verður farið yfir stöðuna í samningamálum.

Fundirnir verða haldnir í Hraunseli, Flatahrauni 3 og hefjast báðir klukkan 16:30.

Hægt verður að fylgjast með fundunum á ZOOM. Slóðin verður send út í tölvupósti til félagsmanna á fimmtudaginn. Félagar eru hvattir til að senda netfangið sitt til gra@hlif.is

Það á við hvort sem ætlunin er að mæta á fundina eða fylgjast með á Zoom, því það er viðbúið að við þurfum að koma skilaboðum til félagsmanna á næstunni. Það er því mikilvægt til að tryggja nauðsynlegt flæði upplýsinga að félagið eigi sem flest skráð netföng.