Fræðslumál

 

Verkalýðsfélagið Hlíf er aðili að Starfsafli

Starfsafl er starfsmenntasjóður Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins sem hefur það að markmiði að byggja upp og efla starfs- og símenntun, starfsfólki og fyrirtækjum til hagsbóta.

Fylltu út umsóknina þína Hér... prentaðu hana síðan út, settu í umslag ásamt frumriti reiknings (eða greiðsluseðli), komdu með hana á skrifstofu stéttarfélags þíns eða sendu hana í venjulegum pósti til félagsins.

Reglur um úthlutun einstaklingsstyrkja er að finna Hér...

Fyrirtæki greiða starfsmenntaiðgjald í starfsmenntasjóði (t.d. Starfsafl) og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu. Styrkir og upphæð þeirra fer eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.

Frekari upplýsingar er að finna á vef Starfsafls.

 


alt

Flóamennt er starfsmenntasjóður Hlífar, Eflingar og VSFK, fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá ríkinu og á hjúkrunarheimilum.

Sjóðurinn hefur það að markmiði annars vegar að efla starfs- og símenntun starfsmanna og

hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt.

 

Reglur um úthlutun einstaklingsstyrkja.

Þar kemur fram upphæð styrkja og hvernig maður öðlast rétt til styrks.

Starfsmenn ríkisins og á dvalar- og hjúkrunarheimilum s.s. Sólvangi,

Hrafnistu, Heilsugæslunni ásamt Vegagerðinni o.fl. geta sótt í þennan sjóð.

Einstaklingsstyrkir Umsóknareyðublað

 

Eftirfarandi reglur gilda fyrir stofnanir.

Umsóknareyðublað fyrir stofnanir.


 

logo

Námskeiðssjóður Verkalýðsfélagsins Hlífar

Starfsmenntasjóður fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ, ásamt starfsmönnum hjá Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK).

Reglur um úthlutun einstaklingsstyrkja er að finna hér...

Hér er hægt að nálgast Umsóknareyðublað og koma því útfylltu á skrifstofu Hlífar ásamt löggiltri greiðslukvittun og staðfestingu á að náminu/námskeiðinu sé lokið.

 

 


 

alt

Til að geta lesið skjöl þau sem birt eru á þessari síðu og eru af gerðinni Adobe Acrobat PDF þarf Acrobat reader að vera sett upp á tölvu lesandans. Smellið á merkið til að fara á vef Adobe og sækja Acrobat reader.

 

Kjóstu hér!

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning.

Lögfræðiaðstoð Hlífar

Lögmenn Vlf. Hlífar eru með viðtalstíma á skrifstofunni milli kl. 11 og 12 annan hvern föstudag. Ath að það þarf að panta tíma fyrirfram.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshús and 3 orlofsíbúðir
.

Innskráning