Skip to main content

Frétt frá Gildi Lífeyrissjóð.

By 24.11.2015apríl 12th, 2019Fréttir, Uncategorized
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

 

Gildi lækkar vexti á verðtryggðum lánum.

Gildi-lífeyrissjóður býður sjóðfélögum sínum nú lægstu föstu verðtryggðu vextina á húsnæðislánum frá upphafi eða 3,55%. Breytilegir vextir á verðtryggðum lánum sjóðsins eru nú frá 3,20% og á óverðtryggðum lánum frá 6,75%. Vextirnir eru með þeim lægstu sem í boði eru á húsnæðislánamarkaðnum í dag.

 

Sjóðfélagar Gildis njóta töluverðs sveigjanleika þegar kemur að húsnæðislánum sjóðsins. Hægt er að velja á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána, fastra og breytilegra vaxta. Lánstími er allt að 40 árum og veðhlutfall allt að 75%. Lántökugjaldið er 0,5% af lánsupphæð. Gildi hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á húsnæðislán af þessu tagi frá árinu 2013. 

Allir sem greitt hafa í Gildi og séreignarsjóði Gildis eiga rétt á láni frá sjóðnum. 

Markmið Gildis með lánunum er að vera bakhjarl sjóðfélaga sinna í þessari mikilvægu fjárfestingu sem kaup á húsnæði er. Einnig eru sjóðfélagalán traustur fjárfestingarkostur og veitir áhættudreifingu í safni sjóðsins. 

Gildi-lífeyrissjóður varð til við sameiningu Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna 1. júní 2005. Markmið sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum bestu lífeyrisréttindi sem kostur er á með öflugri áhættustýringu og ávöxtun iðgjalda. 

Translate »