Skip to main content

Fulltrúar á þing SGS

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Þing SGS verður haldið dagana 24.-25. október nk. Hlíf á rétt á sex fulltrúum – og sex til vara. Kjörstjórn félagsins hefur líkt og undanfarin ár ákveðið að fulltrúarnir verði valdir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Svohljóðandi auglýsing birtist í Fréttablaðinu í morgun.

Allsherjaratkvæðagreiðsla

Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðsfélagsins Hlífar á þing Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið verður á Hótel Reykjavík Natura dagana 24.-25. október 2019.

Tillögum með nöfnum 6 aðalfulltrúa og 6 varafulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 15:00, föstudaginn 27. september n.k.

Meðmæli minnst 60 félagsmanna þurfa að fylgja tillögunni.

                                                                                                    Kjörstjórn Hlífar