Fréttir

Fundað í kjaradeilu starfsfólks í álverinu í Straumsvík

Fundað var í kjaradeilunni Ísalstarfsfólks hjá Ríkissáttasemjara í morgun (19. desember). Þetta er annar fundurinn í deilunni frá því að henni var vísað til sáttasemjara. Ýmsir útreikningar voru lagðir fram á fundinum í morgun. Næsti fundur verður 10. janúar, en í millitíðinni verða vinnuhópar að störfum, sem hver um sig hafa afmörkuð viðfangsefni til umfjöllunar.