Skip to main content

Fundað með Félagi eldri borgara

Nýlega heimsóttu formaður og framkvæmdastjóri Hlífar Félag eldri borgara á Hafnarfirði. Starfsemi FEBH er sem kunnugt er í húsnæði í eigu Hlífar að Flatahrauni og hefur verið þar í um tvo áratugi. Félögin tvö hafa haft með sér afar gott samstarf, Hlíf hefur fengið inni hjá félaginu með stærri fundi og samkomur og hefur á móti verið FEBH innan handar með eitt og annað sem félagið hefur vanhagað um.

Valgerður Sigurðardóttir, formaður FEBH og Linda Leifsdóttir, sem stjórnar rekstri hússins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar (sem er hinn formlegi leigutaki) fóru yfir starfsemina, sem hefur farið vaxandi á undanförnum misserum. Á fundinum kom fram mikil ánægja með farsælt samstarf og báðir aðilar lýstu miklum vilja til þess að efla það.