Skip to main content

Fundað með starfsfólki í álverinu í Straumsvík

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Í vikunni hafa verið haldnir nokkrir fundir með starfsfólki í álverinu í Straumsvík, til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin í með því að Rio Tinto hefur neitað að heimila undirskrift samnings sem samninganefnd starfsfólks og stjórnendur fyrirtækisins hér á landi hafa gengið frá.

Á fundunum var farið yfir þessa fordæmalausu stöðu og möguleika félaganna til að bregðast við.