Skip to main content

Vel heppnaður ungliðafundur SGS

Starfgreinasamband Íslands stóð fyrir velheppnuðum ungliðafundi á Hótel Laugabakka í miðfirði dagana 29. og 30. maí. Alls mættu 17 ungliðar á aldrinum 18 til 33 ára.

Dagskráin var fjölbreytt og umræður líflegar. Farið var yfir hvernig starfið í hreyfingunni fer fram, Ásbjörg Kristinsdóttir frá Landsvirkjun ræddi um verkefnastjórnun og mikilvægi þess skipuleggja verkefni sín vel og halda utan um þau á faglegan hátt. Stefán Pálsson fór yfir hvernig best væri á kosið að haga sér á fundum og fá sínu framgengt þar.

Í lokin hittu ungliðarnir formenn aðildarfélaga SGS og ræddu um væntingar sínar og þau mál sem þeim fannst að berjast ætti fyrir. Umræðuefni eins og kjarasamningar unga fólksins og húsnæðismál voru þar efst á baugi.

Þetta var í annað sinn sem SGS stendur fyrir ungliðafundi. Vonandi eiga sem flestir í þessum hópi eftir að láta af sér kveða innan verkalýðshreyfingarinnar í framtíðinni enda ungt fólk á uppleið með góðar hugmyndir.

Þrír einstaklingar fóru fyrir hönd Hlífr á fundinn og það voru þau Gundega Jaunlinina, starfsmaður á leikskólanum Stekkjarás og stjórnarmaður í Hlíf, Guðmundur Gestsson starfsmaður hjá Río Tinto í Straumsvík og Sigrún Ösp Barkardóttir starfsmaður á Hrafnistu.