Fréttir

Fjölmargir fylgdust með 1. maídagskránni

By 30.04.2020 júlí 20th, 2020 No Comments

Mjög margir fylgdust með óhefðbundinni dagskrá Hlífar og STH á 1. maí. Vegna samkomubannsins var brugðið á það ráð að búa til stutt baráttu- og samstöðumyndband á netinu, þar sem sýnd voru tónlistaratriði frá liðnum árum og skotið inn stuttum skilaboðum frá félagsmönnum. Dagskráin var sýnr á vefjum félaganna og á Facebooksíðu Hlífar.

Samkvæmt talningum hafa vel á annað þúsund manns horft á myndbandið.

Halldór Árni Sveinsson sá um gerð myndbandsins í samvinnu við félögin. Myndbandið er aðgengilegt hér að neðan.