Skip to main content

Gallup könnun í gangi

Nú stendur yfir gagnasöfnun vegna könnunar Gallup meðal úrtaks félagsmanna. Könnunin er unnin í samvinnu við Stéttarfélag vesturlands. Félagar sem fá boð um þátttöku eru hvattir til að svara við fyrsta tækifæri.

Þátttakendur lenda í happapotti, þar sem dregið verður um veglega vinninga. Sumir þátttakendur fá jafnframt tilkynningu um vinning strax eftir að þeir hafa svarað spurningalistanum.