Skip to main content

Gjaldskrá sundastaða í Hafnarfirði er sú sama í janúar 2014 og hún var í sama mánuði 2013. Þetta kemur faram í könnun  Verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði verðbreytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2013. til 1. janúar 2014. Sjö sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna. Árskort fullorðinna hefur einnig hækkað í verði hjá 7 sveitarfélögum af 15.

Gjaldskrá fullorðinna

Stakt gjald í sund kostar nú 527 kr. þegar tekið er meðalverð 15 stærstu sveitarfélaganna. Sjö sveitarfélög hafa hækkað gjaldið á stakri sundferð milli ára. Mesta hækkunin er 20% hjá Fjarðabyggð eða úr 500 kr. í 600 kr. Minnsta hækkunin er 4% hjá Ísafjarðarbæ eða úr 530 kr. í 550 kr. og um 4% hjá Mosfellsbæ úr 550 kr. í 570 kr. Eins og sést á töflunni hér fyrir neðan er lægsta staka gjaldið 400 kr. hjá Reykjanesbæ og Akraneskaupstað en hæsta staka gjaldið 600 kr. hjá Reykjavíkurborg, Fjarðarbyggð og Sveitarfélaginu Árborg.

Fréttin öll.
 
Upplýsingar í töflu..