Skip to main content

Glæsileg dagskrá – þrátt fyrir samkomubann

Við látum ekki samkomubannið koma í veg fyrir baráttudagskrá á 1. maí. Við höfum útbúið myndband, þar sem blandað er saman nýjum tónlistaratriðum og brotum úr sögunni. Björn Thoroddsen, gítarleikari, Unnur Birna Björnsdóttir, söngkona og fiðluleikari og Hjörleifur Valsson fiðluleikari taka nokkur vel valin lög í tilefni dagsins. Dagskráin verður hér á vefnum og á Facebooksíðu Hlífar.