Skip to main content

Félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi SGS og Sambands sveitarfélaga fá greitt úr félagsmannasjóði þann 1. febrúar. Allir sem unnu eftir þessum samningi á árinu 2022 eiga að fá greiðslu sem er hlutfall af heildarlaunum. Um er að ræða félagsmenn Hlífar sem störfuðu á liðnu ári hjá Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Hjallastefnunni og Skólum ehf. Ef félagið á þær upplýsingar sem þarf til að greiða út, svosem bankaupplýsingar, síma og netfang, gerist þetta sjálfkrafa. Ef ekki, þá er nauðsynlegt að koma þeim upplýsingum til okkar, eða skrá þær sjálf(ur) á mínum síðum.

Við hvetum alla sem eru ekki vissir um hvort nauðsynlegar upplýsingar eru fyrirliggjandi hjá félaginu, að fara inn á mínar síður og kanna það. Ef upplýsingar vantar, getur félagsmaðurinn skrá þær sjálfur.

Ef nauðsynlegar upplýsingar berast ekki fyrir 1. febrúar, þá er hægt að skrá þær eða koma þeim til félagsins eftir þá dagsetningu og berst greiðslan viðkomandi fljótlega í kjölfarið.