Skip to main content

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Fasteignaskattur í Hafnarfirði mun á næsta ári verða á bilinu 6,9-9,4% hærri en á þessu ári, eftir tegund og staðsetningu húsnæðis. Í Garðabæ nemur hækkunin á bilinu 4,4-6,5%. Í Garðabæ hefur álagningarhlutfallið ekki verið ákveðið, en verður skoðað milli umræðna.

Þrátt fyrir að álagning fasteignaskatts verði óbreytt, hækkar fasteignaskatturinn sem þessu nemur, vegna þess að fasteignamatið hækkar milli ára.

Þetta gengur þvert á tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaganna, um að gjöld á þeirra vegum hækki ekki umfram 2,5% á árinu 2020. Þessi tilmæli Sambandsins vógu þungt í heildarniðurstöðu kjarasamninganna í vor.

is Icelandic
X