Skip to main content

Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í gær, vegna átaksins Hefjum störf.

Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar hvetur fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til að nýta sér „Hefjum störf“ úrræði stjórnvalda til að ráða fólk til starfa. Það er mikilvægt fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu að ná viðspyrnu sem fyrst og til að vinda ofan af neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins. Stjórnin hvetur Hafnarfjarðarbæ sérstaklega til að nýta tækifærið til að bregðast við augljósri undirmönnun á leikskólum bæjarins vegna aukins álags á starfsfólk undanfarin misseri.