Skip to main content
search

Jólablað Hjálms 2021 er komið út, stútfullt af fróðlegu og áhugaverðu efni, svosem viðtölum við félagsmenn og stjórnarmenn, frásögn af tilurð Stóriðjuskólans í Straumsvík, krossgátu, mataruppskriftum, frásögnum frá fyrri tíð og nýjum orlofskostum félagsins. Auk þess er fjallað um breytingar á húsnæði félagsins, sem munu leiða til stórbætts aðgengis og nýjar „mínar síður“, sem munu auka möguleika félagsmanna á því að sækja um styrki og þjónustu í gegnum vefinn. Ennfremur er sagt frá mikilli óánægju starfsfólks í leikskólum Hafnarfjarðar, vegna mikillar undirmönnunar sem stafar ekki síst af lakari kjörum en í nágrannasveitarfélögunum.

 

Hjálmi hefur verið dreift til félagsmanna og er auk þess aðgengilegur hér á vefnum. Valið efni úr blaðinu verður birt hér á vefnum á næstu vikum.

Hjálmur 2021