Skip to main content

Hjálmur, fréttablað Verkalýðsfélagsins Hlífar er kominn út. Þetta er 101. árgangur blaðsins, en fyrsta tölublað Hjálms leit dagsins ljós árið 1912. Að venju er fjölbreytt efni í blaðinu. Kjaramálin skipa stóran sess enda eru kjarasamningar lausir og erfiðar viðræður fyrir höndum. Þá er fjallað um starfsendurhæfingu í Hafnarfirði, bæði á vegum Virk og Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar. Greint er frá niðurstöðu könnunar sem Gallup gerði fyrir Flóafélögin. Viðtal er við Sumarliða R. Ísleifsson sagnfræðing sem hefur nýlega lokið við tveggja binda verk um sögum Alþýðusambandsins.

Margt fleira forvitnilegt er í blaðinu en blaðið er hægt að nálgast á rafrænu formi hér.