Skip to main content
search
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Verkalýðsfélagið Hlíf hefur fest kaup á glæsilegu sumarhúsi í Kolási (Munaðarnes), næst húsunum tveimur sem félagið á fyrir á svæðinu. Með í kaupunum fylgir land undir 2-3 hús til viðbótar. Húsið hefur verið í eigu einkaaðila til þessa.

“Við erum að hugsa til framtíðar”, sagði Kolbeinn Gunnarsson, formaður félagsins, eftir að hann gekk frá kaupunum “Við fáum húsið afhent í haust og það verður einn af þeim kostum sem félagsmenn hafa aðgang að í vetur. Undir húsinu öllu er stór kjallari, sem við ætlum að nýta sem nokkurs konar birgðastöð fyrir öll húsin.” Aðspurður hvort ætlunin sé að byggja fleiri hús á landinu sem fylgir með, segir Kolbeinn að ekkert hafi verið ákveðið um það. “Viðbótarlandið fylgdi með í kaupunum og það skapar óneitanlega tækifæri til framtíðar. Það má alveg sjá fyrir sér lítið Hlífarþorp í Kolási eftir nokkur ár eða áratugi”, segir Kolbeinn og kímir.

Við undirritun samninganna: Kolbeinn Gunnarsson, Bjarni Jónas Jónsson og Olga Jónsdóttir.