Skip to main content

Í ljósi tilmæla sóttvarnaryfirvalda hvetjum við þá félagsmenn sem eiga erindi við skrifstofuna til að hringja, senda tölvupóst eða hafa samband í gegnum Facebooksíðu félagsins frekar en að mæta á staðinn, sé þess nokkur kostur.

Þeir sem eiga bókað sumarhús eru hvattir til að fylgja sóttvarnarreglum til hins ítrasta og virða fjöldatakmarkanir. Hyggist félagsmaður ekki nýta bókunina vegna tilmæla almannavarna, er hann beðinn að hafa samband við skrifstofuna varðandi endurgreiðslu.