Skip to main content

Jöfnuður býr til betra samfélag

By 29.04.2015April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

1. maí er á föstudaginn og hvetur Verkalýðsfélagið Hlíf félagsmenn sína og alla þá sem tök hafa á að sýna samstöðu og mæta í kröfugönguna sem stéttafélögin í Hafnarfirði standa fyrir, því oft er þörf en nú er nauðsin.

Dagskrá 1. Maí hátíðarhaldanna í Hafnarfirði 2015

 Kl. 13:30        Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar Strandgötu 6

 kl. 14.00         Kröfuganga leggur af stað

 Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun.

 Kl. 14:30        Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3.  

 Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús.

         Fundastjóri: Jóhanna M. Fleckenstein

         Ávarp dagsins: Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. 

          Ræða: Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.                              

          Skemmtiatriði: Voces masculorum, sönghópurinn Voces masculorum kemur og tekur nokkur lög fyrir gesti.

 

1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði er að finna hér