Skip to main content

Ákveðið hefur verið að hefja gangsetningu kerjanna í kerskála 3 í álverinu í Straumsvík Í byrjun september. Undirbúningur hefur staðið frá því að slökkt var á kerjunum fyrir um þremur vikum, í öryggisskyni. Þetta er flókið ferli og reynir mikið á starfsfólk.

Gert er ráð fyrir því að settur verði saman átakshópur reyndra starfsmanna sem sinni engu öðru en þessu í 8-10 vikur. Hafnar eru viðræður Hlífar og álversins um hvernig best verði staðið að vinnulagi í þessu sambandi, meðal annars með tilliti til vaktafyrirkomulags of fleira.