Skip to main content

Kjarasamingurinn við ríkið samþykktur

By 16.04.2014April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

Atkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Flóafélaganna,  Hlífar, Eflingar og VSFK um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem  undirritað var þann 1. apríl sl.  Samkomulagið var  samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða um 88.5% atkvæða.  Þetta þýðir að kjarasamningur er kominn á milli aðila og er afturvirkur frá 1. mars sl. og gildir til 30. apríl 2015.

 

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:

Já        sögðu              111                  eða     88.5% þeirra sem atkvæði greiddu

Nei      sögðu                14      eða                 11,3%

Auðir seðlar og ógildir voru            2

Samkvæmt þessum tölum er samkomulagið samþykkt.

Á kjörskrá voru alls 545  félagsmenn. Atkvæði greiddu 127 eða 23.3%.