Skip to main content

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara á almennum markaði en félagsmenn Hlífar  fá atkvæðaseðil sendan heim í pósti auk kynningarbæklings.  Vlf. Hlíf hvetur alla félagsmenn sem vinna á almennum markaði að greiða atkvæði og sýna þannig í verki skoðun sína á nýjum kjarasamningi. tilkynna skal niðurstöðu í atkvæðagreiðslu Flóans fyrir kl. 16.00 föstudaginn 7. mars nk.

Helstu atriði nýja samningsins eru:
Eingreiðsla vegna janúar 2014 kr. 14.600
Þeir sem taka mið af launatöflu hækka um  4,4 % – 5 %
Þeir sem taka laun á bilinu 230.000 kr. – 285.000 kr. hækka á bilinu 2,8 % – 4,5 %
Laun yfir 285.000 kr. hækka um 2,8 %
Allir kjaratengdir liðir hækka um 2,8 %
Desemberuppbót 2014 hækkar í  kr. 73.600
Orlofsuppbót hækkar 2014 í  kr. 39.500
Tekjutrygging skv. samningi fyrir árið 2014 verður  kr. 214.000
Sáttatillagan byggir á eldra samningstilboði SA frá 21. desember 2013 en nánari upplýsingar má nálgast hér.