Skip to main content

Desemberuppbót

By 28.10.2010April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

Krónutala desemberuppbótar er mismunandi eftir kjarasamningum.

Einnig getur réttinda ávinnsla desemberuppbótar verið mismunandi eftir kjarasamningum hjá þeim sem starfað hafa styttra en 1 ár hjá sama atvinnurekenda. Bendum fólki á (sem er með styttri starfsaldur en 1 ár) að skoða sinn kjarasamning eða hafa samband við skrifstofu félagsins til að fá upplýsingar.

Allar upphæðir miðast við 100% starfshlutfall.

 

Desemberuppbót  fyrir árið 2016 er:

kr. 82.000,-fyrir starfsfólk á almennum vinnumarkaði  (Flói við SA) 

kr. 106.250,- fyrir starfsmenn sveitafélaga þ.e.a.s. Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) og Skólar ehf..

kr. 82.000,- fyrir starfsmenn ríkisins, hjúkrunarheimila og sjálfseignastofnana. Svo sem starfsmanna hjá Sólvangi, Hrafnistu Hafnarfirði, vegagerðinni o.fl.

kr. 197.391,- fyrir starfsmenn Rio Tinto Alcan.